Láta drauminn rætast í Frakklandi sigga dögg skrifar 13. nóvember 2015 14:15 Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir, höfundar fjölmargra matreiðslubóka og matgæðingar miklir. Fréttablaðið/ernir Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru matgæðingar af hjartans lyst og nostra við mat frá því að búa hann til, rækta hann, elda hann og borða hann. Þau hafa skrifað, ljósmyndað, hannað og gefið út fimm matreiðslubækur; eru ljósmyndari, grafískur hönnuður, bæði leiðsögumenn. Þau eru að láta drauminn rætast með stofnun ferðaþjónustufyrirtækis þar sem þau nýta sína sérþekkingu á mörgum sviðum. „Við höfðum unnið mikið í matartengdum verkefnum s.s. auglýsingum, bókaútgáfu, fjölmiðlum, en okkar fyrsta bók kom út 2011. Það var óvenjuleg matreiðslubók - ekki var bara byggt á uppskriftum heldur byggðist á hún á okkar hugmyndum um mat og lífsstíl í breiðu samhengi, þar sem við gáfum hugmyndir um ræktun og hvernig ætti að safna og veiða og hvöttum fólk til að elda mat frá grunni og horfa til náttúrunnar,“ segir Gísli. Bókin Góður matur gott líf - í takt við árstíðirnar, féll í góðan jarðveg hjá lesendum og var jafnframt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ári seinna kom bókin „Eldað og bakað í ofninum heima“ sem var tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Fyrir síðustu jól kom bókin „Sveitasæla“ út. „Í bókunum leitumst við við að finna hráefni sem eru aðeins öðruvísi - þú færð þau kannski ekki í búðunum, en þetta eru spennandi hráefni í matargerð án þess að vera dýr, þetta eru gæðahráefni sem þarf að elda af alúð,“ segir Inga. Það ætti að vera hverjum ljóst sem blaðar í gegnum þessar bækur að hér er nostrað við hvert smáatriði og eru bækurnar komnar til að vera sem hluti af matarsöguarfi þjóðarinnar.Menningararfur í matnum Matarsögu Íslands eru gerð skil í bókinni, „Into the North“ sem er ætluð ferðamönnum. Matur og matarsagan er þeim hugleikin en þau hjón hafa tekið á móti frönskumælandi ferðamönnum í yfir tuttugu ár. „Við höfum ástríðu fyrir því að miðla sérþekkingu okkar áfram með áherslu á íslenskt hráefni, náttúru og matargerð. Sérstaða íslenskra hráefna, fiskveiðar, landbúnaður og ferðaþjónusta allt á þetta að geta stutt hvað við annað. Tækifærin eru gríðarleg ef vel er haldið á spöðunum, en okkur finnst sem margir séu sofandi á vaktinni. Stór hluti af upplifun ferðamanna er nefnilega matur,“ segir Gísli. „Við eigum vinnustofu á Blönduósi í gamla bænum þar sem við eyðum sumrunum. Þar höfum við tekið á móti frönskum ferðamönnum. Þeim finnst gaman að koma inn á íslenskt heimili og sjá hvernig við lifum og þar fræðum við ferðamennina un íslenska og norræna matarmenningu og -sögu, auk þess að kynna svæðið og bækurnar okkar. Fyrir norðan höfum við unnið bækurnar okkar en náttúran þar hefur veitt okkur innblástur,“ segir IngaGísli Egill Hrafnsson, matreiðslumaður, Inga Elsa BergþórsdóttirFrakkar gera kröfur um gæði Á dögunum kom út ný bók eftir Ingu og Gísla á frönsku um norræna matargerð í Frakklandi. Þau sátu þar á skólabekk um árabil, tala frönsku og þekkja land og þjóð vel svo það lá beint við að koma sér á framfæri á þeim markaði. „Þegar við stigum þetta skref, að gefa út bækur í okkar nafni, vildum við láta reyna á útgáfu erlendis. Við höfðum fengið margar fyrirspurnir frá útlendingum sem höfðu séð bækurnar okkar. Það gekk hægt í byrjun svo við tókum málin í okkar hendur og þá fóru hlutirnir að gerast. Við nýttum okkur einfaldlega franska tengslanetið okkar til að ná fundi útgáfufyrirtækja. Fyrsti fundurinn var hjá því útgáfufyrirtæki sem okkur leist best á en það er alþjóðlegi útgáfurisinn Hachette. Þau læstu bara klónum í okkur á fyrsta fundi og við lögðum strax drög að fyrstu verkefnunum með þeim,“ segir Gísli kíminn. „Samstarfið hefur gengið einstaklega vel og lærdómsríkt að vinna fyrir svona stóran markað. Vinnsluferlið var mjög skemmtilegt og franska samstarfsfólkið kom m.a. til Íslands til þess að heimsækja okkur og fylgjast með vinnslunni.“ Inga og Gísli eru nýkomin frá Frakklandi þar sem þau fylgdu nýju bókinni, La cuisine Scandinave, úr hlaði. Í bókinni, sem er persónuleg matreiðslubók þeirra, hafa Ísland, íslenskt hráefni, náttúran og nærumhverfi þeirra fyrir norðan stór hlutverk. Bókin dettur beint inn á gjafabókamarkaðinn fyrir jólin. „Þannig að í ár verðum við í miðju jólabókaflóðinu í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum. Það er sérstök tilfinning að ganga inn af breiðstrætum Parísarborgar í helstu bókabúðir borgarinnar og sjá sínu eigin sköpunarverki stillt upp á besta stað,“ segir Inga ánægð. „Frakkland er sem okkar annað heimaland og við ræktum tengslin mikið við vini okkar þar, förum reglulega í heimsókn þangað, þekkjum landið vel og menninguna,“ segir Inga. „Þetta er náttúrulega höfuðland heimsins hvað varðar mat,“ segir Gísli. „Það er svo áhugavert að sjá að ef þú ferð inn á franskt heimili þá er fólk ekki að eyða miklu í húsbúnað eða flotta fína bíla eða fín föt en fólki finnst það ekki tiltökumál að eyða fjármunum í góð vín og góðan mat. Það er svolítið öðruvísi en við þekkjum á Norðurlöndunum, þetta er bara allt önnur menning, það er sama hvern þú hittir í Frakklandi, þið getið talað saman í marga klukkutíma um mat, þetta er umræðuefni sem allir tala um af hjartans lyst,“ segir Inga. Við finnum fyrir miklum áhuga í Frakklandi fyrir norrænum mat og hráefnum til matargerðar og ekki spurning að íslensk matargerð og hráefni eiga að geta staðið þar fremst meðal jafninga hvað varðar gæði og sérstöðu.Ungar að aldri en með þroskaða bragðlauka Gísli og Inga eiga tvær dætur, þær Telmu Líf, fjórtán ára og Júlíu Sólveigu, níu ára. Júlía er að læra frönsku að eigin frumkvæði. „Hún hefur mikinn áhuga á Frakklandi og í raun bara barði í borðið og sagðist vilja fara og læra frönsku í vetur svo það er hennar tómstund um þessar mundir,“ segir Inga stolt. Báðar eru stúlkurnar mikið fyrir mat og hafa þróað með sér smekk fyrir góðum mat. „Þær hafa lifað og hrærst í þessu öllu saman með okkur,“ segir Gísli svo ekki ætti að koma neinum á óvart hversu sterkar skoðanir þær hafa á mat. „Þær eru algjörir sælkerar, við erum kannski ekki alveg að ala þær rétt upp,“ segir Inga og brosir. „Sú yngri neitar að borða brauðost, hún segir að þetta sé ekki ostur heldur bara plast, hún vill bara alvöru franska osta og elskar geitaost og er mjög hrifin af ostum úr ógerilsneyddri mjólk sem hún fær í Frakklandi. Hún borðar ekki það sem hún kallar búðasveppi heldur vill bara villisveppi. Í því ljósi eru eflaust áhugaverðar samræður skólafélaganna um hvað var í kvöldmatinn á hverju heimili. „Júlía verður voðalega hissa þegar hún kemst að því að skólafélagarnir hafa ekki borðað geit eða kanínu,“ segir Inga. Fjölskyldan aðhyllist matarmenningu sem er mikið í umræðunni um þessar mundir; staðbundin og rekjanleg hráefni, beint frá býli, þau rækta sjálf grænmeti og jurtir, leggja áherslu á að elda frá grunni og nota oft óhefðbundin hráefni og snara hefðbundnum hráefnum í nýjan búning eða gefa þeim nýtt hlutverk. Bækur og boðskapur Gísla og Ingu eiga fullt erindi inn á hvert heimili og eru hluti af breyttri nálgun að matvælum og matreiðslu. Það verður spennandi að fá frá þeim fleiri bækur í framtíðinni og mikilvægur þáttur í að varðveita og auka veg matarmenningar landans. Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru matgæðingar af hjartans lyst og nostra við mat frá því að búa hann til, rækta hann, elda hann og borða hann. Þau hafa skrifað, ljósmyndað, hannað og gefið út fimm matreiðslubækur; eru ljósmyndari, grafískur hönnuður, bæði leiðsögumenn. Þau eru að láta drauminn rætast með stofnun ferðaþjónustufyrirtækis þar sem þau nýta sína sérþekkingu á mörgum sviðum. „Við höfðum unnið mikið í matartengdum verkefnum s.s. auglýsingum, bókaútgáfu, fjölmiðlum, en okkar fyrsta bók kom út 2011. Það var óvenjuleg matreiðslubók - ekki var bara byggt á uppskriftum heldur byggðist á hún á okkar hugmyndum um mat og lífsstíl í breiðu samhengi, þar sem við gáfum hugmyndir um ræktun og hvernig ætti að safna og veiða og hvöttum fólk til að elda mat frá grunni og horfa til náttúrunnar,“ segir Gísli. Bókin Góður matur gott líf - í takt við árstíðirnar, féll í góðan jarðveg hjá lesendum og var jafnframt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ári seinna kom bókin „Eldað og bakað í ofninum heima“ sem var tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Fyrir síðustu jól kom bókin „Sveitasæla“ út. „Í bókunum leitumst við við að finna hráefni sem eru aðeins öðruvísi - þú færð þau kannski ekki í búðunum, en þetta eru spennandi hráefni í matargerð án þess að vera dýr, þetta eru gæðahráefni sem þarf að elda af alúð,“ segir Inga. Það ætti að vera hverjum ljóst sem blaðar í gegnum þessar bækur að hér er nostrað við hvert smáatriði og eru bækurnar komnar til að vera sem hluti af matarsöguarfi þjóðarinnar.Menningararfur í matnum Matarsögu Íslands eru gerð skil í bókinni, „Into the North“ sem er ætluð ferðamönnum. Matur og matarsagan er þeim hugleikin en þau hjón hafa tekið á móti frönskumælandi ferðamönnum í yfir tuttugu ár. „Við höfum ástríðu fyrir því að miðla sérþekkingu okkar áfram með áherslu á íslenskt hráefni, náttúru og matargerð. Sérstaða íslenskra hráefna, fiskveiðar, landbúnaður og ferðaþjónusta allt á þetta að geta stutt hvað við annað. Tækifærin eru gríðarleg ef vel er haldið á spöðunum, en okkur finnst sem margir séu sofandi á vaktinni. Stór hluti af upplifun ferðamanna er nefnilega matur,“ segir Gísli. „Við eigum vinnustofu á Blönduósi í gamla bænum þar sem við eyðum sumrunum. Þar höfum við tekið á móti frönskum ferðamönnum. Þeim finnst gaman að koma inn á íslenskt heimili og sjá hvernig við lifum og þar fræðum við ferðamennina un íslenska og norræna matarmenningu og -sögu, auk þess að kynna svæðið og bækurnar okkar. Fyrir norðan höfum við unnið bækurnar okkar en náttúran þar hefur veitt okkur innblástur,“ segir IngaGísli Egill Hrafnsson, matreiðslumaður, Inga Elsa BergþórsdóttirFrakkar gera kröfur um gæði Á dögunum kom út ný bók eftir Ingu og Gísla á frönsku um norræna matargerð í Frakklandi. Þau sátu þar á skólabekk um árabil, tala frönsku og þekkja land og þjóð vel svo það lá beint við að koma sér á framfæri á þeim markaði. „Þegar við stigum þetta skref, að gefa út bækur í okkar nafni, vildum við láta reyna á útgáfu erlendis. Við höfðum fengið margar fyrirspurnir frá útlendingum sem höfðu séð bækurnar okkar. Það gekk hægt í byrjun svo við tókum málin í okkar hendur og þá fóru hlutirnir að gerast. Við nýttum okkur einfaldlega franska tengslanetið okkar til að ná fundi útgáfufyrirtækja. Fyrsti fundurinn var hjá því útgáfufyrirtæki sem okkur leist best á en það er alþjóðlegi útgáfurisinn Hachette. Þau læstu bara klónum í okkur á fyrsta fundi og við lögðum strax drög að fyrstu verkefnunum með þeim,“ segir Gísli kíminn. „Samstarfið hefur gengið einstaklega vel og lærdómsríkt að vinna fyrir svona stóran markað. Vinnsluferlið var mjög skemmtilegt og franska samstarfsfólkið kom m.a. til Íslands til þess að heimsækja okkur og fylgjast með vinnslunni.“ Inga og Gísli eru nýkomin frá Frakklandi þar sem þau fylgdu nýju bókinni, La cuisine Scandinave, úr hlaði. Í bókinni, sem er persónuleg matreiðslubók þeirra, hafa Ísland, íslenskt hráefni, náttúran og nærumhverfi þeirra fyrir norðan stór hlutverk. Bókin dettur beint inn á gjafabókamarkaðinn fyrir jólin. „Þannig að í ár verðum við í miðju jólabókaflóðinu í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum. Það er sérstök tilfinning að ganga inn af breiðstrætum Parísarborgar í helstu bókabúðir borgarinnar og sjá sínu eigin sköpunarverki stillt upp á besta stað,“ segir Inga ánægð. „Frakkland er sem okkar annað heimaland og við ræktum tengslin mikið við vini okkar þar, förum reglulega í heimsókn þangað, þekkjum landið vel og menninguna,“ segir Inga. „Þetta er náttúrulega höfuðland heimsins hvað varðar mat,“ segir Gísli. „Það er svo áhugavert að sjá að ef þú ferð inn á franskt heimili þá er fólk ekki að eyða miklu í húsbúnað eða flotta fína bíla eða fín föt en fólki finnst það ekki tiltökumál að eyða fjármunum í góð vín og góðan mat. Það er svolítið öðruvísi en við þekkjum á Norðurlöndunum, þetta er bara allt önnur menning, það er sama hvern þú hittir í Frakklandi, þið getið talað saman í marga klukkutíma um mat, þetta er umræðuefni sem allir tala um af hjartans lyst,“ segir Inga. Við finnum fyrir miklum áhuga í Frakklandi fyrir norrænum mat og hráefnum til matargerðar og ekki spurning að íslensk matargerð og hráefni eiga að geta staðið þar fremst meðal jafninga hvað varðar gæði og sérstöðu.Ungar að aldri en með þroskaða bragðlauka Gísli og Inga eiga tvær dætur, þær Telmu Líf, fjórtán ára og Júlíu Sólveigu, níu ára. Júlía er að læra frönsku að eigin frumkvæði. „Hún hefur mikinn áhuga á Frakklandi og í raun bara barði í borðið og sagðist vilja fara og læra frönsku í vetur svo það er hennar tómstund um þessar mundir,“ segir Inga stolt. Báðar eru stúlkurnar mikið fyrir mat og hafa þróað með sér smekk fyrir góðum mat. „Þær hafa lifað og hrærst í þessu öllu saman með okkur,“ segir Gísli svo ekki ætti að koma neinum á óvart hversu sterkar skoðanir þær hafa á mat. „Þær eru algjörir sælkerar, við erum kannski ekki alveg að ala þær rétt upp,“ segir Inga og brosir. „Sú yngri neitar að borða brauðost, hún segir að þetta sé ekki ostur heldur bara plast, hún vill bara alvöru franska osta og elskar geitaost og er mjög hrifin af ostum úr ógerilsneyddri mjólk sem hún fær í Frakklandi. Hún borðar ekki það sem hún kallar búðasveppi heldur vill bara villisveppi. Í því ljósi eru eflaust áhugaverðar samræður skólafélaganna um hvað var í kvöldmatinn á hverju heimili. „Júlía verður voðalega hissa þegar hún kemst að því að skólafélagarnir hafa ekki borðað geit eða kanínu,“ segir Inga. Fjölskyldan aðhyllist matarmenningu sem er mikið í umræðunni um þessar mundir; staðbundin og rekjanleg hráefni, beint frá býli, þau rækta sjálf grænmeti og jurtir, leggja áherslu á að elda frá grunni og nota oft óhefðbundin hráefni og snara hefðbundnum hráefnum í nýjan búning eða gefa þeim nýtt hlutverk. Bækur og boðskapur Gísla og Ingu eiga fullt erindi inn á hvert heimili og eru hluti af breyttri nálgun að matvælum og matreiðslu. Það verður spennandi að fá frá þeim fleiri bækur í framtíðinni og mikilvægur þáttur í að varðveita og auka veg matarmenningar landans.
Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira