Seldi lag í þýska auglýsingu og bandarískan sjónvarpsþátt Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 10:30 Axel Flóvent spilaði á átta tónleikum á Iceland Airwaves og vakti mikla lukku. Mynd/SiggaElla Húsvíkingurinn Axel Flóvent vakti mikla athygli á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi en tónlistarblaðamenn og bransakallar kepptust um að hrósa honum og nokkrir þeirra breyttu ferðaplönum sínum til þess að sjá síðustu tónleika hans á sunnudagskvöldið. „Við vitum um að minnsta kosti fjögur plötufyrirtæki í stærri kantinum sem voru að fylgjast með honum um helgina. Ég veit að tveir útsendarar áttu flug heim á sunnudeginum sem þeir breyttu til að sjá síðustu tónleikana á sunnudagskvöldið. Við erum í viðræðum við nokkur plötufyrirtæki en stígum varlega til jarðar og pössum okkur að gera það sem er rétt fyrir Axel,“ segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels. Alls kom Axel fram á átta tónleikum á hátíðinni ásamt því að taka upp vídeó-sessjón fyrir bandarísku útvarpsstöðina KEXP og tónlistartímaritið Line of Best Fit. „Ég hef sagt það áður að íslenskir tónlistarmenn fá ekki betra tækifæri til að sýna sig en á Iceland Airwaves. Við höfum nú þegar gengið frá meira en tíu erlendum tónleikabókunum og á Axel að minnsta kosti helminginn af því. Ég á von á því að þessi tala fimmfaldist á næstu vikum. Einnig seldi Axel lag í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum. Hinir tónlistarmennirnir mínir stóðu sig einnig mjög vel og bókaði AmabAdamA sína fyrstu erlendu tónlistarhátíð. Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur fengu líka margar fyrirspurnir og nokkur plötufyrirtæki fylgjast náið með Mána Orrasyni,“ útskýrir Sindri. Næsta stóra verkefni Axels er Eurosonic-tónlistarhátíðin í Hollandi. Þar spilar Axel á þrennum tónleikum. Tónlist Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Húsvíkingurinn Axel Flóvent vakti mikla athygli á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi en tónlistarblaðamenn og bransakallar kepptust um að hrósa honum og nokkrir þeirra breyttu ferðaplönum sínum til þess að sjá síðustu tónleika hans á sunnudagskvöldið. „Við vitum um að minnsta kosti fjögur plötufyrirtæki í stærri kantinum sem voru að fylgjast með honum um helgina. Ég veit að tveir útsendarar áttu flug heim á sunnudeginum sem þeir breyttu til að sjá síðustu tónleikana á sunnudagskvöldið. Við erum í viðræðum við nokkur plötufyrirtæki en stígum varlega til jarðar og pössum okkur að gera það sem er rétt fyrir Axel,“ segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels. Alls kom Axel fram á átta tónleikum á hátíðinni ásamt því að taka upp vídeó-sessjón fyrir bandarísku útvarpsstöðina KEXP og tónlistartímaritið Line of Best Fit. „Ég hef sagt það áður að íslenskir tónlistarmenn fá ekki betra tækifæri til að sýna sig en á Iceland Airwaves. Við höfum nú þegar gengið frá meira en tíu erlendum tónleikabókunum og á Axel að minnsta kosti helminginn af því. Ég á von á því að þessi tala fimmfaldist á næstu vikum. Einnig seldi Axel lag í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum. Hinir tónlistarmennirnir mínir stóðu sig einnig mjög vel og bókaði AmabAdamA sína fyrstu erlendu tónlistarhátíð. Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur fengu líka margar fyrirspurnir og nokkur plötufyrirtæki fylgjast náið með Mána Orrasyni,“ útskýrir Sindri. Næsta stóra verkefni Axels er Eurosonic-tónlistarhátíðin í Hollandi. Þar spilar Axel á þrennum tónleikum.
Tónlist Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira