BMW gaf sigurvegara Moto GP BMW M6 Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 13:02 Marc Marques við sigurbílinn. worldcarfans Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent