Audi kraftabílastóð í LA Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 12:41 Audi RS7 Performance. autos Audi hefur látið uppi að fyrirtækið muni sýna þrjá af ofurbílum sínum á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næstu viku og hafa allir þessir bílar fengið nýlegar breytingar og eru öflugri en nokkru sinni. Þetta eru bílarnir Audi R8 með 610 hestafla og 10 strokka vél, Audi RS7 Performance með 8 strokka og 605 hestafla vél og Audi S8 Plus með sömu 605 hestafla vél. Þarna verða því samankomin 1.820 hestöfl í þremur Audi bílum af stærri gerðinni. Eitthvað sem ætti að falla vel í kramið hjá hestaflaóðum og nú kaupóðum Bandaríkjamönnum, sem aldrei hafa keypt annað eins af bílum og í ár og á aldrei hærra meðalverði. Audi RS7 bíllinn er litlar 3,7 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir að vera fremur stór bíll og ekki er nú Audi S8 Plus minni og hann klárar sprettinn á 3,8 sekúndum. Það sem Audi S8 Plus hefur fengið umfram hefðbundinn S8 er ný loftpúðafjöðrun, nýtt stýrikerfi, keramik bremsur, pedala úr ryðfríu stáli og uppfært innra útlit þar sem leðursætin eru stöguð með rauðum þráði.Audi S8 Plus er stærsti bróðir Audi A8. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Audi hefur látið uppi að fyrirtækið muni sýna þrjá af ofurbílum sínum á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næstu viku og hafa allir þessir bílar fengið nýlegar breytingar og eru öflugri en nokkru sinni. Þetta eru bílarnir Audi R8 með 610 hestafla og 10 strokka vél, Audi RS7 Performance með 8 strokka og 605 hestafla vél og Audi S8 Plus með sömu 605 hestafla vél. Þarna verða því samankomin 1.820 hestöfl í þremur Audi bílum af stærri gerðinni. Eitthvað sem ætti að falla vel í kramið hjá hestaflaóðum og nú kaupóðum Bandaríkjamönnum, sem aldrei hafa keypt annað eins af bílum og í ár og á aldrei hærra meðalverði. Audi RS7 bíllinn er litlar 3,7 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir að vera fremur stór bíll og ekki er nú Audi S8 Plus minni og hann klárar sprettinn á 3,8 sekúndum. Það sem Audi S8 Plus hefur fengið umfram hefðbundinn S8 er ný loftpúðafjöðrun, nýtt stýrikerfi, keramik bremsur, pedala úr ryðfríu stáli og uppfært innra útlit þar sem leðursætin eru stöguð með rauðum þráði.Audi S8 Plus er stærsti bróðir Audi A8.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent