Eiginkona hans, Ashley, segir Daniel nú vera með guði og mættinum.
Sjá einnig: Dauðvona aðdáandi sá Star Wars á undan öðrum
Daniel greindist með krabbamein í júlí og sögðu læknar hann eiga tvo mánuði eftir ólifaða. Hann vildi þau þrauka þangað til að myndin yrði sýnd. Þegar heilsu hans tók að hraka sneri Ashley sér að samfélagsmiðlum og hóf átakið #ForceForDaniel.
Það gekk út á að ná athygli framleiðenda Force Awakens, sem tókst á endanum. Eftir að fjöldinn allur af fólki, og þar á meðal nokkrir leikarar myndarinnar, tóku upp málstað Daniels hafði J.J. Abrams samband. Daniel fékk að sjá myndina á fimmtudaginn.
Ashley sagði svo frá því í dag að Daniel hefði látið lífið í nótt.