Aumkunarverði Stóri bróðir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Það er hræðilegur óskapnaður þetta Ísland sem blasir við manni þau fáu skipti sem ég kemst á internetið, en Vodafone hefur mig í viðskiptabanni um þessar mundir. Frekar en frægra orða Styrmis Gunnarssonar um íslenskt siðleysi, verður mér hugsað til Stóra bróður í sögunni 1984 eftir George Orwell. Sá stóri þurfti að fylgjast með öllum þeim sem voru með einhverju lífsmarki, þeim sem hugsuðu sjálfstætt, sem elskuðu, voru forvitnir og skapandi. Þetta fólk þurfti að hafa undir smásjá og í hvert sinn sem það hafði sig í frammi var það tekið, pyntað og heilaþvegið þangað til það var svo óttaslegið og vesælt að það þráði ekkert framar og trúði öllu sem Stóri bróðir vildi. Það gat þess vegna trúað að tveir plús tveir væru fimm ef Stóri bróðir færi fram á það. Til allrar hamingju hefur enginn álíka völd og Stóri bróðir í 1984 en tilhneigingin og hugsunarháttur þessa uppskáldaða einvalds virðist lifa góðu lífi á Íslandi, af vefmiðlum að dæma. Uppklappaðir af skoðanabræðrum hjóla menn í þá sem hugsa ekki eftir sakramentinu þeirra og svo hátt er reitt til höggs að það er engu líkara en það eigi að ganga frá þeim framhleypna svo hann dirfist ekki að hafa sig framar í frammi. Blessaður besserwisserinn, eins þreytandi og hann getur verið, er bara orðinn hálfgerður Bangsímon miðað við þessa árásargjörnu menn sem nægir ekki bara að vita allt betur en aðrir, heldur virðast þeir vilja endurprógramma fórnarlömb sín upp á nýtt. Þetta er líklegast hrætt fólk sem hagar sér svona. Telur sig eflaust ekki geta staðið upp úr nema með því að höggva af hinum. Mér dettur ekki í hug að reyna að hafa vit fyrir þeim. En ykkur lesendur má minna á að vert er að vorkenna þeim frekar en fórnarlambinu þegar þið fylgist með næstu árás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Það er hræðilegur óskapnaður þetta Ísland sem blasir við manni þau fáu skipti sem ég kemst á internetið, en Vodafone hefur mig í viðskiptabanni um þessar mundir. Frekar en frægra orða Styrmis Gunnarssonar um íslenskt siðleysi, verður mér hugsað til Stóra bróður í sögunni 1984 eftir George Orwell. Sá stóri þurfti að fylgjast með öllum þeim sem voru með einhverju lífsmarki, þeim sem hugsuðu sjálfstætt, sem elskuðu, voru forvitnir og skapandi. Þetta fólk þurfti að hafa undir smásjá og í hvert sinn sem það hafði sig í frammi var það tekið, pyntað og heilaþvegið þangað til það var svo óttaslegið og vesælt að það þráði ekkert framar og trúði öllu sem Stóri bróðir vildi. Það gat þess vegna trúað að tveir plús tveir væru fimm ef Stóri bróðir færi fram á það. Til allrar hamingju hefur enginn álíka völd og Stóri bróðir í 1984 en tilhneigingin og hugsunarháttur þessa uppskáldaða einvalds virðist lifa góðu lífi á Íslandi, af vefmiðlum að dæma. Uppklappaðir af skoðanabræðrum hjóla menn í þá sem hugsa ekki eftir sakramentinu þeirra og svo hátt er reitt til höggs að það er engu líkara en það eigi að ganga frá þeim framhleypna svo hann dirfist ekki að hafa sig framar í frammi. Blessaður besserwisserinn, eins þreytandi og hann getur verið, er bara orðinn hálfgerður Bangsímon miðað við þessa árásargjörnu menn sem nægir ekki bara að vita allt betur en aðrir, heldur virðast þeir vilja endurprógramma fórnarlömb sín upp á nýtt. Þetta er líklegast hrætt fólk sem hagar sér svona. Telur sig eflaust ekki geta staðið upp úr nema með því að höggva af hinum. Mér dettur ekki í hug að reyna að hafa vit fyrir þeim. En ykkur lesendur má minna á að vert er að vorkenna þeim frekar en fórnarlambinu þegar þið fylgist með næstu árás.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun