Leitar að innblæstri í Barcelona yfir jólin Guðrún Ansnes skrifar 30. nóvember 2015 11:15 Hin eina sanna Glowie hefur í nægu að snúast áður en hún leggur land undir fót, því hún ætlar að syngja á jólatónleikum og gefa út lag áður en brestur á með jólum. Vísir/Stefán „Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira