Kjaraviðræður enn strand þrátt fyrir tugi sáttafunda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 13:18 Starfssemi álversins stöðvast ef af verkfallinu verður. vísir/gva Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent