Svartur föstudagur aldrei eins stór hér á landi og í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 15:02 vísir/anton/stefán Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira