Verður næsta kynslóð Porsche 911 tvinnbíll? Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2015 11:15 Þessi njósnamynd náðist af prufum á næstu kynslóð Porsche 911. Porsche vinnur nú að þróun næstu kynslóðar hins goðsagnarkennda Porsche 911 sportbíls og heyrst hefur að hann muni bjóðast í tvinnútfærslu, þ.e. sem Plug-In-Hybrid-bíll. Af njósnamyndum, sem náðst hafa af prufunum á bílnum, má sjá að hann er með breiðari enda en núverandi kynslóð (991) og þar gæti því leynst rafmagnsdrifrás. Þessar getgátur eru alls ekki nýjar af nálinni og í mörg ár hefur veið talað um áhuga Porsche á að bjóða 911 sem tvinnbíl. Þá hefur einnig heyrst að Porsche 911 Turbo verði 720 hestöfl og að hann muni einnig fá rafmagnsdrifrás til stuðnings öflugrar brunavélar. Hann gæti erft 156 hestafla rafmagnsdrifrásina úr Porsche 918 Spyder bílsins til aðstoðar brunavélinni og ef hún myndi aðeins bætast við núverandi og óbreytta 560 hestafla vélinsa sem nú er í 911 Turbo, fást út 716 hestöfl og þannig búinn gæti hann verið farinn að nálgast 2,5 sekúndurnar í hundraðið. Ef rafmagnsdrifrás bætist í vopnabúr 911 mun hann vafalaust eyða og menga miklu minna en núverandi gerð hans og það er góðar fréttir fyrir kaupendur hér á landi þar sem vörugjöld hér miðast við CO2 mengun. Því gæti hann lækkað verulega í verði þrátt fyrir alla aflaukninguna. Nýjasta gerð Porsche 911 Carrera, sem er andlitslyft gerð 991 smíðagerðarinnar, lækkar einmitt í verði þegar hann kemur til landsins og fer undir 20 milljónir, en eldri gerðin var nokkru dýrari. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Porsche vinnur nú að þróun næstu kynslóðar hins goðsagnarkennda Porsche 911 sportbíls og heyrst hefur að hann muni bjóðast í tvinnútfærslu, þ.e. sem Plug-In-Hybrid-bíll. Af njósnamyndum, sem náðst hafa af prufunum á bílnum, má sjá að hann er með breiðari enda en núverandi kynslóð (991) og þar gæti því leynst rafmagnsdrifrás. Þessar getgátur eru alls ekki nýjar af nálinni og í mörg ár hefur veið talað um áhuga Porsche á að bjóða 911 sem tvinnbíl. Þá hefur einnig heyrst að Porsche 911 Turbo verði 720 hestöfl og að hann muni einnig fá rafmagnsdrifrás til stuðnings öflugrar brunavélar. Hann gæti erft 156 hestafla rafmagnsdrifrásina úr Porsche 918 Spyder bílsins til aðstoðar brunavélinni og ef hún myndi aðeins bætast við núverandi og óbreytta 560 hestafla vélinsa sem nú er í 911 Turbo, fást út 716 hestöfl og þannig búinn gæti hann verið farinn að nálgast 2,5 sekúndurnar í hundraðið. Ef rafmagnsdrifrás bætist í vopnabúr 911 mun hann vafalaust eyða og menga miklu minna en núverandi gerð hans og það er góðar fréttir fyrir kaupendur hér á landi þar sem vörugjöld hér miðast við CO2 mengun. Því gæti hann lækkað verulega í verði þrátt fyrir alla aflaukninguna. Nýjasta gerð Porsche 911 Carrera, sem er andlitslyft gerð 991 smíðagerðarinnar, lækkar einmitt í verði þegar hann kemur til landsins og fer undir 20 milljónir, en eldri gerðin var nokkru dýrari.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent