Top Gear um jólin á BBC Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 12:12 Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May á meðan allt lék í lyndi við gerð Top Gear þáttanna. Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May hættu sem þáttastjórnendur í Top Gear bílaþáttunum fyrr á þessu ári, en það stöðvar ekki BBC í því að sýna þáttabrot með þeim köppum í jóladagskrá sinni. Sýndir verða tveir þættir sem verða brot af því besta frá þáttasmíð þeirra þremenninga frá árunum 2002 til 2015. Þulur verður John Bishop og í þáttunum verður aðeins farið inní gerð þáttanna sjálfra og innanbúðarmál, auk forvitnilegra tölulegra staðreynda. Talsvert verður kíkt “hinu megin” við myndavélina og nokkrir góðir hrekkir koma þar við sögu. Áhorfendur munu sjá hve vönduð og mikil vinna liggur að baki gerð þáttanna og hve vandað er til myndatöku. Allt þetta hljómar eins og falleg kveðjugjöf til þeirra þriggja þáttastjórnenda sem gæddu þættina svo miklu lífi og eru lungun og hjartað í gerð þeirra. Telja má víst að áhorf á þessa þætti verður mikið. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May hættu sem þáttastjórnendur í Top Gear bílaþáttunum fyrr á þessu ári, en það stöðvar ekki BBC í því að sýna þáttabrot með þeim köppum í jóladagskrá sinni. Sýndir verða tveir þættir sem verða brot af því besta frá þáttasmíð þeirra þremenninga frá árunum 2002 til 2015. Þulur verður John Bishop og í þáttunum verður aðeins farið inní gerð þáttanna sjálfra og innanbúðarmál, auk forvitnilegra tölulegra staðreynda. Talsvert verður kíkt “hinu megin” við myndavélina og nokkrir góðir hrekkir koma þar við sögu. Áhorfendur munu sjá hve vönduð og mikil vinna liggur að baki gerð þáttanna og hve vandað er til myndatöku. Allt þetta hljómar eins og falleg kveðjugjöf til þeirra þriggja þáttastjórnenda sem gæddu þættina svo miklu lífi og eru lungun og hjartað í gerð þeirra. Telja má víst að áhorf á þessa þætti verður mikið.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent