Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 15:11 Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. Mynd/Tryggvi Sigurðsson Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd. Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd.
Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32