Audi RS7 gegn lyftu hæstu byggingar heims Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 10:27 Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent