Formaður VM segir einfalt að leysa kjaradeilu í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 13:01 Guðmundur Ragnarsson segir einfalt að ná samningum í Straumsvík enda kröfurnar svipaðar og samið hafi verið um annars staðar í þjóðfélaginu. vísir/anton brink Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira