CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 10:57 Skjáskot úr Gunjack MYnd/CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar. Leikjavísir Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar.
Leikjavísir Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira