Gæti orðið svipað óveður á morgun og 6. mars árið 2013 Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 22:40 Veðrið sem er spáð á morgun minnir um margt á óveðrið sem fór yfir landið 6. mars árið 2013. Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00
Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17