Innlent

Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Spáð er miklu hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu á morgun sem og mikilli snjókomu.
Spáð er miklu hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu á morgun sem og mikilli snjókomu. Vísir/Pjetur
Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Sjá einnig:Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu

Foreldrar eru því beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Þá má nálgast nánari upplýsingar á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudaginn 1. desember, bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Monday, 30 November 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×