Snjórinn stoppar ekki hafnargarðsmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 15:33 Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið. Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið.
Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00