Fyrsti raðsmíðaði Bentley Bentayga Finnur Thorlacius skrifar 30. nóvember 2015 09:27 Fyrsta eintakið af Bentley Bentayga tilbúið í Crewe. Worldcarfans Fyrsta eintakið af fyrsta jeppa breska lúxusbílasmiðsins Bentley rúllaði af færiböndunum á föstudaginn og var því fagnað af vonum. Það hefur tekið Bentley 4 ár að þróa þennan bíl og vegna hans hefur þurft að bæta við 1.500 starfsmönnum í verksmiðjum Bentley í Crewe í Bretlandi. Í fyrstu atrennu verða smíðuð 608 eintök af “First Edition”-útgáfu bílsins og verða þau númeruð. Eitt þeirra fer til Buckingham Palace og mun tilheyra bresku konungsfjölskyldunni. Þetta fyrsta eintak bílsins mun þó fara á safn í eigu Bentley sem heitir Bentley´s Heritage Collection. Það tók eina 130 klukkutíma að klára raðsmíði þessa fyrsta jeppa og margt við smíði hans er gert í höndunum, enda mjög vandað til verks. Aðeins ein vélargerð er í boði í fyrstu í Bentley Bentayga og það enginn smá rokkur, 608 hestafla W12 vél sem er með 6,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þar er komin skýringin á því af hverju “First Edition” eintökin verða 608 talsins, eða jafn mörg og hestöflin sem vél hans skartar. Þessi býr að auki að ógnartogi, eða 900 Nm, og er vart dæmi um annað eins í jeppa. Bentley ætlar að bjóða aðra vélargerð í bílinn seinna, 4,0 lítra V8 TDI dísilvél með rafdrifinni forþjöppu. Heyrst hefur að Bentley hugi einnig að smíði lúxusjepplings og “coupe”-gerðar Bentayga. Alls hafa borist 4.000 pantanir í Bentley Bentayga jeppann og mun það auka sölu Bentley um 40%. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Fyrsta eintakið af fyrsta jeppa breska lúxusbílasmiðsins Bentley rúllaði af færiböndunum á föstudaginn og var því fagnað af vonum. Það hefur tekið Bentley 4 ár að þróa þennan bíl og vegna hans hefur þurft að bæta við 1.500 starfsmönnum í verksmiðjum Bentley í Crewe í Bretlandi. Í fyrstu atrennu verða smíðuð 608 eintök af “First Edition”-útgáfu bílsins og verða þau númeruð. Eitt þeirra fer til Buckingham Palace og mun tilheyra bresku konungsfjölskyldunni. Þetta fyrsta eintak bílsins mun þó fara á safn í eigu Bentley sem heitir Bentley´s Heritage Collection. Það tók eina 130 klukkutíma að klára raðsmíði þessa fyrsta jeppa og margt við smíði hans er gert í höndunum, enda mjög vandað til verks. Aðeins ein vélargerð er í boði í fyrstu í Bentley Bentayga og það enginn smá rokkur, 608 hestafla W12 vél sem er með 6,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þar er komin skýringin á því af hverju “First Edition” eintökin verða 608 talsins, eða jafn mörg og hestöflin sem vél hans skartar. Þessi býr að auki að ógnartogi, eða 900 Nm, og er vart dæmi um annað eins í jeppa. Bentley ætlar að bjóða aðra vélargerð í bílinn seinna, 4,0 lítra V8 TDI dísilvél með rafdrifinni forþjöppu. Heyrst hefur að Bentley hugi einnig að smíði lúxusjepplings og “coupe”-gerðar Bentayga. Alls hafa borist 4.000 pantanir í Bentley Bentayga jeppann og mun það auka sölu Bentley um 40%.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent