Bílinn fauk á vegg í óveðrinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2015 21:30 Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira