Vonast til að ljúka viðgerð á tveimur sólarhringum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 17:45 Engar teljandi truflanir urðu á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Mynd/Landsnet Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum.
Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira