Viðskipti erlent

Lægsta olíuverð í sjö ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hrávöruverð á olíu er komið undir 40 dollara á tunnuna.
Hrávöruverð á olíu er komið undir 40 dollara á tunnuna. Vísir/GVA
Hrávöruverð af olíu er komið undir 40 dollara, rúmlega fimm þúsund íslenskar krónur, á tunnuna í fyrsta sinn í næstum sjö ár. 

Brent crude verðið féll um 2 prósent í dag og nam 39,91 dollara á tunnu, rúmlega 5.000 íslenskum krónum, núna um eftirmiðdaginn. Western Texas Intermediate verðið féll um 2,58 prósent og nam 36,68 dollurum á tunnuna, 4.700 íslenskum krónum.

Olíuverð féll í gær niður í verð sem hafði ekki sést síðan í efnahagskreppunni árið 2008. Ef olíuverð lækkar meira verður það orðið jafn lágt og það var í byrjun aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×