Nína tók þátt í að vinna nýrri stefnu brautargengi Magnús Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 11:30 Ólafur Ingi Jónsson, rit- og sýningarstjóri, fyrir framan eitt af verkum Nínu í Listasafni Íslands. Visir/Vilhelm Á sýningunni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp, sem stendur yfir í Listasafni Íslands, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur gerð góð skil. Sýndur er fjöldi verka sem eru í eigu safnsins sem og lánsverk víða að auk þess sem Listasafnið hefur nú sent frá sér bók sem gefur yfirlit um líf og list Nínu. Ólafur Ingi Jónsson er annar sýningarstjóra, ásamt Birtu Guðjónsdóttur, og saman eru þau einnig ritstjórar bókarinnar um Nínu Tryggvadóttur. Ólafur Ingi segir að þó svo bókin komi út í tengslum við sýninguna sé þar engu að síður á ferðinni sjálfstætt og eigulegt verk um feril þessarar merku listakonu. „En bókin óneitanlega endurspeglar sýninguna og inntak hennar, sem er jú ferill Nínu.“ Ferill Nínu er merkilegur fyrir margra hluta sakir en meðal þess sem greinilega má sjá á sýningunni í yfirliti yfir verk hennar er þróunin frá hinum klassísku viðfangsefnum yfir í abstraktið. Ólafur Ingi segir að það sé komið talsvert inn á þetta í bókinni. „Það kemur til að mynda í ljós, ef maður afmarkar þann tíma sem Nína dvelur á Íslandi fram til loka árs 1952, eftir að hafa verið synjað um dvalarleyfi í Bandaríkjunum 1949 eftir stutta heimsókn til Íslands, hafi hún þegar verið byrjuð að vinna verk sín út frá samtíða hræringum á meðal listamanna í New York á upphafstíma listastefnu sem síðar er kennd við „abstract expressionisma“. Í „útlegðinni“ í Reykjavík frá manni sínum, heimili og félögum þróar hún þau áhrif með fjölbreyttum hætti og útfærslum, heldur einkasýningu rétt áður en hún flytur til Parísar í desember og verkin verða síðan undirstaðan að þeim verkum sem hún vinnur að þar næstu árin. Eitt afbrigði þeirra eru verk kennd við lýríska abstraktlist og er vatnslitamyndin „Abstrakt“ frá því um 1952 gott dæmi um slík verk. Annað dæmi er þróun málverka sem kenna má við borgarlandslagið og hvernig hún umbreytir því í abstraktform. Nína var ávallt í samtali við íslenska listamenn á þessu tímabili og áhrif þeirra má einnig sjá í verkum hennar. Ólafur segir að slá megi því föstu að Nína hafi á þessu tímabili verið á meðal listamanna sem ekki eru aðeins að vinna í listastefnu heldur að búa til stefnu. Það er í raun aðeins einn annar samtímalistamaður sem fer í gegnum þetta ferli að vera mótandi afl í nýrri stefnu og það vill þannig til að hann er líka kenndur við lýríska abstraktið seinna meir, en hann tók þátt í þróun Cobra-listarinnar og það er Svavar Guðnason. Þetta eru listamenn sem má sjá að eru að vinna nýrri stefnu brautargengi.“Abstrakt, vatnslitur 33 x 25,5 cm 1952. Ljóðrænt abstrakt eftir Nínu Tryggvadóttur. Unnin á Íslandi 1952.Ólafur Ingi segist ekki efast um að Nína Tryggvadóttir hafi haft mikil áhrif á íslenska listamenn og það í raun mjög snemma. „Í raun strax frá upphafi og það er hlutur sem er kannski ekki eins mikið viðurkenndur og hann ætti að vera. Hún hafði gríðarleg áhrif og 1955 sagði til að mynda Valtýr Pétursson í gagnrýni að hún væri þekktasti núlifandi íslenski listamaðurinn. Þetta tímabil sem ég nefndi áður er líka það sem hún er þekktust fyrir á alþjóðavettvangi. Þetta er það sem erlendir listamenn horfa til og sjá hana sem beinan þátttakanda í upphafi þessarar stefnu. Hún hafði vissulega sitt afbrigði, var hvorki bandarísk né frönsk, en vinnur þetta á sinn hátt. Hún sagði alltaf sjálf að hún væri undir áhrifum frá íslenskri náttúru og að hún væri undir áhrifum íslenskrar menningar. Hún hafði mótandi áhrif og hennar samtími mótaði hana.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á sýningunni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp, sem stendur yfir í Listasafni Íslands, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur gerð góð skil. Sýndur er fjöldi verka sem eru í eigu safnsins sem og lánsverk víða að auk þess sem Listasafnið hefur nú sent frá sér bók sem gefur yfirlit um líf og list Nínu. Ólafur Ingi Jónsson er annar sýningarstjóra, ásamt Birtu Guðjónsdóttur, og saman eru þau einnig ritstjórar bókarinnar um Nínu Tryggvadóttur. Ólafur Ingi segir að þó svo bókin komi út í tengslum við sýninguna sé þar engu að síður á ferðinni sjálfstætt og eigulegt verk um feril þessarar merku listakonu. „En bókin óneitanlega endurspeglar sýninguna og inntak hennar, sem er jú ferill Nínu.“ Ferill Nínu er merkilegur fyrir margra hluta sakir en meðal þess sem greinilega má sjá á sýningunni í yfirliti yfir verk hennar er þróunin frá hinum klassísku viðfangsefnum yfir í abstraktið. Ólafur Ingi segir að það sé komið talsvert inn á þetta í bókinni. „Það kemur til að mynda í ljós, ef maður afmarkar þann tíma sem Nína dvelur á Íslandi fram til loka árs 1952, eftir að hafa verið synjað um dvalarleyfi í Bandaríkjunum 1949 eftir stutta heimsókn til Íslands, hafi hún þegar verið byrjuð að vinna verk sín út frá samtíða hræringum á meðal listamanna í New York á upphafstíma listastefnu sem síðar er kennd við „abstract expressionisma“. Í „útlegðinni“ í Reykjavík frá manni sínum, heimili og félögum þróar hún þau áhrif með fjölbreyttum hætti og útfærslum, heldur einkasýningu rétt áður en hún flytur til Parísar í desember og verkin verða síðan undirstaðan að þeim verkum sem hún vinnur að þar næstu árin. Eitt afbrigði þeirra eru verk kennd við lýríska abstraktlist og er vatnslitamyndin „Abstrakt“ frá því um 1952 gott dæmi um slík verk. Annað dæmi er þróun málverka sem kenna má við borgarlandslagið og hvernig hún umbreytir því í abstraktform. Nína var ávallt í samtali við íslenska listamenn á þessu tímabili og áhrif þeirra má einnig sjá í verkum hennar. Ólafur segir að slá megi því föstu að Nína hafi á þessu tímabili verið á meðal listamanna sem ekki eru aðeins að vinna í listastefnu heldur að búa til stefnu. Það er í raun aðeins einn annar samtímalistamaður sem fer í gegnum þetta ferli að vera mótandi afl í nýrri stefnu og það vill þannig til að hann er líka kenndur við lýríska abstraktið seinna meir, en hann tók þátt í þróun Cobra-listarinnar og það er Svavar Guðnason. Þetta eru listamenn sem má sjá að eru að vinna nýrri stefnu brautargengi.“Abstrakt, vatnslitur 33 x 25,5 cm 1952. Ljóðrænt abstrakt eftir Nínu Tryggvadóttur. Unnin á Íslandi 1952.Ólafur Ingi segist ekki efast um að Nína Tryggvadóttir hafi haft mikil áhrif á íslenska listamenn og það í raun mjög snemma. „Í raun strax frá upphafi og það er hlutur sem er kannski ekki eins mikið viðurkenndur og hann ætti að vera. Hún hafði gríðarleg áhrif og 1955 sagði til að mynda Valtýr Pétursson í gagnrýni að hún væri þekktasti núlifandi íslenski listamaðurinn. Þetta tímabil sem ég nefndi áður er líka það sem hún er þekktust fyrir á alþjóðavettvangi. Þetta er það sem erlendir listamenn horfa til og sjá hana sem beinan þátttakanda í upphafi þessarar stefnu. Hún hafði vissulega sitt afbrigði, var hvorki bandarísk né frönsk, en vinnur þetta á sinn hátt. Hún sagði alltaf sjálf að hún væri undir áhrifum frá íslenskri náttúru og að hún væri undir áhrifum íslenskrar menningar. Hún hafði mótandi áhrif og hennar samtími mótaði hana.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira