Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 00:05 Frá Ægisgarði í kvöld. Vísir/Vilhelm Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld. Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld.
Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27