Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn: „Snælduvitlaust veður“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 21:55 Rúðan srakk inn í stofu hjá Hilmari Þóri. Mynd/Hilmar Þór Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi. Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi.
Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira