Vindhviður undir Eyjafjöllum eru komnar yfir fimmtíu metra á sekúndu og minnst ein mæling sýnir hviðu fara yfir sextíu metra. Þetta sýnir veðurmælir á vef Vegagerðarinnar.
Veðurmælir við Hvamm undir Eyjafjöllum sýnir eina hviðuna hafa farið yfir 60 metra á sekúndu. Annar mælir á Steinum, einnig undir Eyjafjöllum, sýnir nokkrar hviður upp undir 50 metra.
Búið er að lýsa yfir hættustigi á Suðurlandi vegna óveðursins en óvissustig er í öðrum landshlutum.
Hviður komnar yfir 50 metra á sekúndu

Tengdar fréttir

300 björgunarsveitarmenn klárir í slaginn
Verulega er farið að hvessa á Suðurlandi.

Röskun gæti orðið á skólastarfi í fyrramálið
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varar við því að röskun gæti orðið á skólastarfi vegna veðurs.

Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi
Búið er að loka helstu leiðum á suðurhluta landsins.