Dularfullir náttfarar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun