Endurkoma Honda S2000 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 12:41 Honda S2000 á marga aðdáendur. motor1.com Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent