Endurkoma Honda S2000 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 12:41 Honda S2000 á marga aðdáendur. motor1.com Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent