Innlent

Allar upplýsingar um vindhraða, vindhviður og vefmyndavélar á einum stað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gagnvirk vefsjá Vegagerðarinnar geymir mikið af upplýsingum.
Gagnvirk vefsjá Vegagerðarinnar geymir mikið af upplýsingum. Skjáskot af vef Vegagerðarinnar
Á vegasjá Vegagerðarinnar má fylgjast með vindhviðum um allt land en farið er að hvessa á Suðurlandi þar sem vindhviður eru komnar yfir 30 m/s. Þjóðvegi eitt hefur verið lokað frá Hvolsvelli og að Reyðarfirði sem er um 600 kílómetra samfelld lokun.

Vegagerðin er með vefmyndavélar og mælitæki um allt land þar sem fylgjast má með því hvernig veðrinu miðar í dag og í kvöld. Kortið má sjá hér að neðan.

Hægt er að þysja inn á ákveðna staði á Íslandi, smella á myndavélarnar til að sjá færð á vegum en örvarnar sýna vindinn, bæði vindhraða og vindhviður, en einnig hitastig.

Uppfært klukkan 17.05.

Vegasjáin var felld inn í fréttina hér fyrir neðan en álagið reyndist mikið. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á slóðinni vegasja.vegagerdin.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×