Lokanir vegna veðurs Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2015 10:14 Mjög vont veður er um allt landið og ekki stefnir í að það lægi fyrr en annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á morgun. Vísir/Pjetur Uppfært klukkan 14.36: Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri víða á landinu í dag og fárviðri í kvöld. Hafa ýmsir brugðist við því og verður hér fyrir neðan að finna lista yfir þær lokanir og aðra þjónustu sem fellur niður vegna veðurs í dag: Allar verslanir Bónus loka í dag kl. 16:30 vegna veðurs. Líkamsræktarstöðvar lokaðar vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár munu Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu loka klukkan 16 í dag. Útibúum banka á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu verður einnig lokað fyrr í dag vegna veðurs. Verslanir BYKO á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Suðurnesjum munu loka klukkan 16 í dag. Lyfjabúðir Apótekarans og Lyfja & heilsu loka fyrr í dag. Vegna óveðurspár lokar Apótekarinn á Suðurlandi klukkan 15 í dag og klukkan 16.30 á höfuðborgarsvæðinu og Lyf & heilsa loka klukkan 16.30.Domino‘s hefur ákveðið að loka stöðum sínum klukkan 17 í dag. Heimsendingum verður hætt hálftíma fyrr.Verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind verða opnar eins og vanalega það er undir rekstraraðilum sjálfum hvort verslunum verður lokað fyrr vegna óveðursins sem spáð er.Allar sundlaugar og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar munu loka klukkan 16:30 í dag vegna óveðursins sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn og í kvöld. Síðdegisvakt fellur niður á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eftir kl. 16.00 í dag vegna veðurs.Allar verslanir Bónus loka í dag kl. 16:30 vegna veðurs.Verslun Sports Direct verður lokað klukkan 16.IKEA versluninni verður lokað klukkan fjögur síðdegis.Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst eftir hádegi Farþegar á leið í millilandaflug eru beðnir um að fylgjast vel með í dag sökum veðurs. Sjá hér. Búast má við röskun á leiðakerfi Strætó í dag sökum veðurs og farþegar beðnir um að fylgjast með.Kennsla í grunnskólum í Árborg fellur niður eftir hádegi og búast má við að þjónusta vegna snjómokstur falli niður þegar veðrið er hvað verst í dag.Sjá einnig: Lokanir Vegagerðarinnar Ferðaþjónusta Fatlaðra: Ekki er tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Er mælst til að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Pósthúsum verður lokað fyrr í dag vegna veðurs. Á Suðurlandi (frá Höfn að Hveragerði) verður pósthúsum lokað klukkan 12 en á höfuðborgarsvæðinu klukkan 16. Einnig verður röskun á annarri þjónustu í dag og í kvöld. Seinni hluti jólauppboðs Gallerýs Foldar verður ekki í kvöld heldur á morgun klukkan 18:00. Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta öllum leikjum dagsins vegna veðurofsans sem er á leiðinni. Búið er að setja á bikarleikina sem áttu að fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Nýr leikdagur er á morgun kl. 19.15. Keflavík-Valur Hamar-Njarðvík Breyttur opnunartími er á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Síðdegismóttaka heilsugæslulækna á HSU á Selfossi verður lokuð í dag. Bráðamóttaka HSU á Selfossi er opin og þar er tekið á móti bráðatilfellum. Heilsugæslan í Vestmannaeyjum er lokuð í dag eftir klukkan 14 en vaktþjónusta er óbreytt á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og þangað má leita í bráðatilfellum.Eigendur Michelsen úrsmiða gefa starfsfólki sínu frí frá klukkan 16:00 til að það hafa færi á að komast til síns heima. Verða verslanir Michelsen úrsmiða í Kringlunni og á Laugavegi því lokaðar frá þeim tíma. Kaffihúsum Te og kaffi verður lokað í dag klukkan 16 vegna veðurs.Eftirfarandi barst frá Reykjavíkurborg:Dregið verður úr allri heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu frá tvö í dag og einungis bráðnauðsynlegum tilvikum sinnt. Kvöld- og helgarþjónustan fer í allar nauðsynlegustu vitjanirnar fyrir klukkan fimm. Búið er að hafa samband við aðstandendur í sumum tilfellum og taka út kvöldlyf fyrir aðra.Væntanlega verður heimsendingu matar í dag lokið áður en veðrið skellur á hins vegar gæti orðið röskun á morgun, þriðjudaginn 8. desember, ef spár ganga eftir. Ekki verður byrjað á að senda mat í heimahús fyrr en versta veðrið er gengið yfir og orðið vel fært um borgina.Í forgangi verður að senda mat í íbúðir aldraðara að Norðurbrún, í Lönguhlíð, Furugerði, og að Dalbraut 27. Móttökueldhús á Aflagranda, í Árskógum, Bólstaðarhlíð, við Dalbraut 18-20, í Hraunbæ, í Hvassaleiti, Hæðargarði, Sléttuvegi, á Vesturgötu og Borgir í Grafarvogi gætu lent í töfum eða í versta falli að matarsendingar falli niður á morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina þeim tilmælum til fólks að íþrótta- og félagsstarf verði lagt af eftir kl.16 í...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, December 7, 2015 Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30 Almannavarnarnefnd Árnessýslu reiknar ekki með að koma saman vegna veðursins "Þess má vænta að röskun verði á starfsemi sveitarfélaga á Suðurlandi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu. 7. desember 2015 10:05 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.12 á hádegi Sjónvarpsfréttatími um óveðrið sem búast má við í dag verður sendur út kl.12, á Stöð 2 og Vísi. 7. desember 2015 09:53 Búist við röskun á flugi vegna veðurs Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum. 7. desember 2015 08:27 Ikea lokar vegna veðurs Þórarinn Ævarsson segir að sérstakur viðbúnaður verði vegna Ikea-geitarinnar. 7. desember 2015 10:12 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Uppfært klukkan 14.36: Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri víða á landinu í dag og fárviðri í kvöld. Hafa ýmsir brugðist við því og verður hér fyrir neðan að finna lista yfir þær lokanir og aðra þjónustu sem fellur niður vegna veðurs í dag: Allar verslanir Bónus loka í dag kl. 16:30 vegna veðurs. Líkamsræktarstöðvar lokaðar vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár munu Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu loka klukkan 16 í dag. Útibúum banka á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu verður einnig lokað fyrr í dag vegna veðurs. Verslanir BYKO á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Suðurnesjum munu loka klukkan 16 í dag. Lyfjabúðir Apótekarans og Lyfja & heilsu loka fyrr í dag. Vegna óveðurspár lokar Apótekarinn á Suðurlandi klukkan 15 í dag og klukkan 16.30 á höfuðborgarsvæðinu og Lyf & heilsa loka klukkan 16.30.Domino‘s hefur ákveðið að loka stöðum sínum klukkan 17 í dag. Heimsendingum verður hætt hálftíma fyrr.Verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind verða opnar eins og vanalega það er undir rekstraraðilum sjálfum hvort verslunum verður lokað fyrr vegna óveðursins sem spáð er.Allar sundlaugar og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar munu loka klukkan 16:30 í dag vegna óveðursins sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn og í kvöld. Síðdegisvakt fellur niður á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eftir kl. 16.00 í dag vegna veðurs.Allar verslanir Bónus loka í dag kl. 16:30 vegna veðurs.Verslun Sports Direct verður lokað klukkan 16.IKEA versluninni verður lokað klukkan fjögur síðdegis.Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst eftir hádegi Farþegar á leið í millilandaflug eru beðnir um að fylgjast vel með í dag sökum veðurs. Sjá hér. Búast má við röskun á leiðakerfi Strætó í dag sökum veðurs og farþegar beðnir um að fylgjast með.Kennsla í grunnskólum í Árborg fellur niður eftir hádegi og búast má við að þjónusta vegna snjómokstur falli niður þegar veðrið er hvað verst í dag.Sjá einnig: Lokanir Vegagerðarinnar Ferðaþjónusta Fatlaðra: Ekki er tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Er mælst til að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Pósthúsum verður lokað fyrr í dag vegna veðurs. Á Suðurlandi (frá Höfn að Hveragerði) verður pósthúsum lokað klukkan 12 en á höfuðborgarsvæðinu klukkan 16. Einnig verður röskun á annarri þjónustu í dag og í kvöld. Seinni hluti jólauppboðs Gallerýs Foldar verður ekki í kvöld heldur á morgun klukkan 18:00. Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta öllum leikjum dagsins vegna veðurofsans sem er á leiðinni. Búið er að setja á bikarleikina sem áttu að fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Nýr leikdagur er á morgun kl. 19.15. Keflavík-Valur Hamar-Njarðvík Breyttur opnunartími er á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Síðdegismóttaka heilsugæslulækna á HSU á Selfossi verður lokuð í dag. Bráðamóttaka HSU á Selfossi er opin og þar er tekið á móti bráðatilfellum. Heilsugæslan í Vestmannaeyjum er lokuð í dag eftir klukkan 14 en vaktþjónusta er óbreytt á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og þangað má leita í bráðatilfellum.Eigendur Michelsen úrsmiða gefa starfsfólki sínu frí frá klukkan 16:00 til að það hafa færi á að komast til síns heima. Verða verslanir Michelsen úrsmiða í Kringlunni og á Laugavegi því lokaðar frá þeim tíma. Kaffihúsum Te og kaffi verður lokað í dag klukkan 16 vegna veðurs.Eftirfarandi barst frá Reykjavíkurborg:Dregið verður úr allri heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu frá tvö í dag og einungis bráðnauðsynlegum tilvikum sinnt. Kvöld- og helgarþjónustan fer í allar nauðsynlegustu vitjanirnar fyrir klukkan fimm. Búið er að hafa samband við aðstandendur í sumum tilfellum og taka út kvöldlyf fyrir aðra.Væntanlega verður heimsendingu matar í dag lokið áður en veðrið skellur á hins vegar gæti orðið röskun á morgun, þriðjudaginn 8. desember, ef spár ganga eftir. Ekki verður byrjað á að senda mat í heimahús fyrr en versta veðrið er gengið yfir og orðið vel fært um borgina.Í forgangi verður að senda mat í íbúðir aldraðara að Norðurbrún, í Lönguhlíð, Furugerði, og að Dalbraut 27. Móttökueldhús á Aflagranda, í Árskógum, Bólstaðarhlíð, við Dalbraut 18-20, í Hraunbæ, í Hvassaleiti, Hæðargarði, Sléttuvegi, á Vesturgötu og Borgir í Grafarvogi gætu lent í töfum eða í versta falli að matarsendingar falli niður á morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina þeim tilmælum til fólks að íþrótta- og félagsstarf verði lagt af eftir kl.16 í...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, December 7, 2015
Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30 Almannavarnarnefnd Árnessýslu reiknar ekki með að koma saman vegna veðursins "Þess má vænta að röskun verði á starfsemi sveitarfélaga á Suðurlandi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu. 7. desember 2015 10:05 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.12 á hádegi Sjónvarpsfréttatími um óveðrið sem búast má við í dag verður sendur út kl.12, á Stöð 2 og Vísi. 7. desember 2015 09:53 Búist við röskun á flugi vegna veðurs Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum. 7. desember 2015 08:27 Ikea lokar vegna veðurs Þórarinn Ævarsson segir að sérstakur viðbúnaður verði vegna Ikea-geitarinnar. 7. desember 2015 10:12 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29
Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30
Almannavarnarnefnd Árnessýslu reiknar ekki með að koma saman vegna veðursins "Þess má vænta að röskun verði á starfsemi sveitarfélaga á Suðurlandi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu. 7. desember 2015 10:05
Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00
Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.12 á hádegi Sjónvarpsfréttatími um óveðrið sem búast má við í dag verður sendur út kl.12, á Stöð 2 og Vísi. 7. desember 2015 09:53
Búist við röskun á flugi vegna veðurs Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum. 7. desember 2015 08:27
Ikea lokar vegna veðurs Þórarinn Ævarsson segir að sérstakur viðbúnaður verði vegna Ikea-geitarinnar. 7. desember 2015 10:12