Taka á saman heildstætt yfirlit yfir alla hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar af rekstri og staðsetningu álversins í Straumsvík. Þetta var ákveðið í bæjarráði Hafnarfjarðar á fimmtudag.
„Reynt verði að kortleggja bæði bein og óbein áhrif af rekstrinum. Jafnframt verði tekin saman ákvæði um réttindi og skyldur sem gilda um starfsemina,“ segir í samþykkt bæjarráðs. Ál hefur verið framleitt í bræðslu Rio Tinto Alcan í Hafnarfirði frá árinu 1969.
