Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2015 10:00 Fiddi vissi að hann var dauðvona og hafði valið lögin við jarðarförina. Logi hefur gengið frá útförinni. visir/Stefán/Vilhelm/Bergur Ólafsson Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika. Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika.
Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08