Innlent

Fólki í Grafarvogi og Grafarholti sagt að halda sig innandyra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Björgunarsveitir vinna nú að því að grafa fólk út úr föstum bílum á svæðinu.
Björgunarsveitir vinna nú að því að grafa fólk út úr föstum bílum á svæðinu. Mynd/Gísli Berg
Ekkert ferðaveður er á Vesturlandsvegi og hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarvogi og Grafarholti að halda sig innan dyra fram eftir degi. Margir bílar sitja fastir á svæðinu, þar á meðal strætisvagnar og vörubíll. Þetta kemur fram í tilkynningum frá lögreglu og Landsbjörgu.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu beinir tilmælum til fólks í Grafarvogi og Grafarholti að halda sig innan dyra fram eftir...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, December 5, 2015
Ástandið mun vera verst á Víkurvegi en björgunarsveitir vinna að því að aðstoða fólk úr bílum sínum. Engin leið er hins vegar að ná bílunum, grafa þarf frá þeim til að ná fólkinu út úr þeim. Einnig hafa borist tilkynningar um fok á bárujárnsplötum á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Björgunarsveitir voru einnig að störfum í gærkvöldi vegna veðursins og voru sveitir frá Skagaströnd, Eyjafirði, Siglufirði, Grundarfirði, Hveragerði, Grímsnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Akureyri, Varmahlíð og Akranesi kallaðar út.

Mest var að gera við að losa bíla en einnig bárust tilkynningar um fok og þá var heilbrigðisstarfsfólk ferjað til vinnu. Mannaðir lokunarpóstar voru settir upp.

Björgunarsveitir á Suðurlandi, þar sem veður var hvað verst í gær, voru að störfum fram að miðnætti en þá var veðrið að mestu gengið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×