Vaxandi vá í vetrarríki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Harry Þór Hólmgeirsson hreinsaði snjó af þaki hótelsins 1919 í Hafnarstræti í Reykjavík í gær. vísir/Vilhelm „Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir. Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir.
Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira