Kemur þú með í náttfatapartí? Elísabet Gunnarsdóttir og Trendnet.is skrifa 4. desember 2015 13:00 visir/getty Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar. Tíska og hönnun Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar.
Tíska og hönnun Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira