Kemur þú með í náttfatapartí? Elísabet Gunnarsdóttir og Trendnet.is skrifa 4. desember 2015 13:00 visir/getty Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar. Tíska og hönnun Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar.
Tíska og hönnun Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira