Volvo með sölumet í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 08:45 Volvo XC90 jeppinn er heitur þessa dagana. Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent