Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 12:27 „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. vísir/gva Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir engin áform uppi um að loka álverinu, líkt og talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík hefur ítrekað haldið fram. Búið sé að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt verði gert til að ná sáttum við starfsfólk. „Það stendur ekki til að loka. Við erum að gera allt sem við getum til að semja og ná hér eðlilegum starfsskilyrðum, það er það sem við erum að vinna að. Við værum ekki búin að bjóða það sama á íslenskum markaði, sem eru tugprósenta hækkanir, bjóða bónusa og ýmislegt fleira,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið færi aðrar leiðir, væru hugmyndir uppi um að loka álverinu. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Þá segir hún ekki koma til greina að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. „Okkur finnst eðlilegt að við komumst inn í svipað starfsumhverfi og önnur fyrirtæki á Íslandi. Þarna er ákvæði frá 1972 sem við viljum fá að breyta til jafns við önnur fyrirtæki á landinu. Önnur fyrirtæki eru ekki með nein svona skilyrði þannig að okkur finnst eðlilegt að við fáum að njóta sömu starfsskilyrða og aðrir, það er okkur mikilvægt,“ segir Rannveig. Aðspurð hvort Rio Tinto gæti selt orkuna áfram, færi svo að álverið lokaði endanlega, sagðist hún ekki geta svarað því. Samningurinn við Landsvirkjun væri trúnaðarmál og sagðist því ekki ætla að tjá sig um hann að neinu leiti. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 „Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00 „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir engin áform uppi um að loka álverinu, líkt og talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík hefur ítrekað haldið fram. Búið sé að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt verði gert til að ná sáttum við starfsfólk. „Það stendur ekki til að loka. Við erum að gera allt sem við getum til að semja og ná hér eðlilegum starfsskilyrðum, það er það sem við erum að vinna að. Við værum ekki búin að bjóða það sama á íslenskum markaði, sem eru tugprósenta hækkanir, bjóða bónusa og ýmislegt fleira,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið færi aðrar leiðir, væru hugmyndir uppi um að loka álverinu. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Þá segir hún ekki koma til greina að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. „Okkur finnst eðlilegt að við komumst inn í svipað starfsumhverfi og önnur fyrirtæki á Íslandi. Þarna er ákvæði frá 1972 sem við viljum fá að breyta til jafns við önnur fyrirtæki á landinu. Önnur fyrirtæki eru ekki með nein svona skilyrði þannig að okkur finnst eðlilegt að við fáum að njóta sömu starfsskilyrða og aðrir, það er okkur mikilvægt,“ segir Rannveig. Aðspurð hvort Rio Tinto gæti selt orkuna áfram, færi svo að álverið lokaði endanlega, sagðist hún ekki geta svarað því. Samningurinn við Landsvirkjun væri trúnaðarmál og sagðist því ekki ætla að tjá sig um hann að neinu leiti.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 „Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00 „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09
„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13