Birta Líf svarar þeim sem gagnrýna að spár hefðu ekki ræst í dag Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 21:19 Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Vísir/GVA „Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015 Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015
Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08
Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55
Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28