BMW með metmánuð Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 09:00 BMW X1 jepplingurinn. Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent