Porsche opnar söluumboð fyrir eldri Porsche bíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 12:00 Eldri gerðir Porsche bíla fyrir utan nýtt söluumboð þeirra í Hollandi. Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent