Sjálfsalinn.is gerir það mögulegt að selja bílinn án kostnaðar Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 08:59 Sjalfsalinn.is er vettvangur milliliðalausra bílaviðskipta. Stofnuð hefur verið vefsíðan sjalfsalinn.is í því markmiði að fólk geti nú loks selt bíla sína milliliðalaust og án þess kostnaðar sem því fylgir að þiggja þjónustu bílasla. Á vefnum gefst almenningi kostur á að auglýsa bíla sína til sölu, en það er frítt til áramóta. Þeir sem eru í kauphugleiðingum geta skoðað auglýsingarnar og leitað í þeim að ákveðnum tegundum og gerðum bíla, náð sambandi við auglýsendur og loks gengið frá milliliðalausum kaupum. Af hverju ekki að kaupa bíl milliliðalaust? Hugmyndin að þessum nýja vettvangi milliliðalausra bílaviðskipta kviknaði hjá skólafélögum í háskólanum að Bifröst í apríl 2014 eftir að annar þeirra hafði selt bílinn sinn í gegnum bílasölu og greitt tilheyrandi þóknun fyrir viðvikið. Þá vaknaði spurningin ,,af hverju er ekki til auglýsingamiðill á netinu þar sem fólk sem er í söluhugleiðingum getur auglýst faratæki til sölu á einfaldan hátt og væntanlegir kaupendur leitað að faratækjum í gegnun öfluga leitarvél, keypt og selt milliliðalaust á eigin ábyrgð?“Einfaldur vefur í notkun Sjálfsalinn.is er fyrir alla. Það var meginmarkmið við uppsetningu hans að hann væri sem einfaldastur í allri notkun. Seljendur þurfa að skrá sig inn á vefinn undir nafni, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi til að fá virkan aðgang. Til að skrá farartæki til sölu er fastanúmerið slegið inn og í kjölfarið sækir sjalfsalinn.is grunnupplýsingar um farartækið í gagnagrunn Ökutækjaskrár. Hugsanlegir kaupendur geta, eftir að hafa séð auglýsinguna og skoðað upplýsingarnar frá Ökutækjaskrá og frá seljanda um farartækið, haft samband við seljanda um síma eða í tölvupósti. Í stuttu spjalli við Stefán Þór Sigfússon, umsjónarmanns vefjarins hafa fjölmargir bílar nú þegar skipt um eigendur og aðeins komið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Borist hefur töluvert af ábendingum, hugmyndum og spurningum og það þykir forsvarsmönnum vefjarins mjög vænt um. Á síðunni er fólk er ýmist að skipta á farartækjum jafnvel með milligjöf, eða selja faratækin sín beint. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Stofnuð hefur verið vefsíðan sjalfsalinn.is í því markmiði að fólk geti nú loks selt bíla sína milliliðalaust og án þess kostnaðar sem því fylgir að þiggja þjónustu bílasla. Á vefnum gefst almenningi kostur á að auglýsa bíla sína til sölu, en það er frítt til áramóta. Þeir sem eru í kauphugleiðingum geta skoðað auglýsingarnar og leitað í þeim að ákveðnum tegundum og gerðum bíla, náð sambandi við auglýsendur og loks gengið frá milliliðalausum kaupum. Af hverju ekki að kaupa bíl milliliðalaust? Hugmyndin að þessum nýja vettvangi milliliðalausra bílaviðskipta kviknaði hjá skólafélögum í háskólanum að Bifröst í apríl 2014 eftir að annar þeirra hafði selt bílinn sinn í gegnum bílasölu og greitt tilheyrandi þóknun fyrir viðvikið. Þá vaknaði spurningin ,,af hverju er ekki til auglýsingamiðill á netinu þar sem fólk sem er í söluhugleiðingum getur auglýst faratæki til sölu á einfaldan hátt og væntanlegir kaupendur leitað að faratækjum í gegnun öfluga leitarvél, keypt og selt milliliðalaust á eigin ábyrgð?“Einfaldur vefur í notkun Sjálfsalinn.is er fyrir alla. Það var meginmarkmið við uppsetningu hans að hann væri sem einfaldastur í allri notkun. Seljendur þurfa að skrá sig inn á vefinn undir nafni, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi til að fá virkan aðgang. Til að skrá farartæki til sölu er fastanúmerið slegið inn og í kjölfarið sækir sjalfsalinn.is grunnupplýsingar um farartækið í gagnagrunn Ökutækjaskrár. Hugsanlegir kaupendur geta, eftir að hafa séð auglýsinguna og skoðað upplýsingarnar frá Ökutækjaskrá og frá seljanda um farartækið, haft samband við seljanda um síma eða í tölvupósti. Í stuttu spjalli við Stefán Þór Sigfússon, umsjónarmanns vefjarins hafa fjölmargir bílar nú þegar skipt um eigendur og aðeins komið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Borist hefur töluvert af ábendingum, hugmyndum og spurningum og það þykir forsvarsmönnum vefjarins mjög vænt um. Á síðunni er fólk er ýmist að skipta á farartækjum jafnvel með milligjöf, eða selja faratækin sín beint.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent