Bestu erlendur plötur ársins 2015: Ár rappsins – seinni hluti 19. desember 2015 16:00 Drake átti dásamlegt ár. Á erlendum vettvangi var það rapptónlistin sem varð hlutskörpust í vali álitsgjafa Fréttablaðsins á plötum ársins. Sé miðað við innlendar plötur var talsvert meiri dreifing á atkvæðum álitsgjafa. Kannski eins og við var að búast. En þegar atkvæðin eru talin saman kemur í ljós að kanadíski rapparinn Drake stendur upp sem sigurvegari, með plötunni sinni If You’re Reading This It’s Too Late. Skammt á eftir koma svo ástralska rokksveitin Tame Impala, með plötuna Currents, og rapparinn Kendrick Lamar, sem gaf út plötuna To Pimp a Butterfly. Plöturnar voru jafnar í öðru til þriðja sæti. Í fjórða sæti er svo Young Thug, sem gaf út plötuna Barter 6 á árinu. Og í því fimmta kom annar Kanadamaður, RnB-stjarnan The Weeknd, sem heillaði marga með plötunni Beauty Behind the Madness.Drake - If You’re Reading This It’s Too LateÁrið hans Drakes Rapparinn Drake átti frábært ár. Um það verður ekki deilt. Reyndar varð talsverður rígur á milli hans og útgáfufyrirtækis hans til þess að If You’re Reading This It’s Too Late var hálfpartinn gefin út sem halasnælda (sem á ensku kallast „mixtape“). Slíkt er algengt í rappsenunni og nota menn þá oft grunna eftir aðra listamenn og eru snældurnar oft ekki jafn vel unnar og breiðskífur. En flestir gagnrýnendur eru sammála um að plata Drakes sé – einmitt – plata. En hún kom óvænt út á netinu í febrúar og fangaði strax hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Drake jafnaði met Bítlanna, frá 1964, með því að eiga fjórtán lög á Hot 100-lista Billboard, þar af voru tíu af þeim lögum á plötu hans. Drake varð því sögulega vinsæll á árinu. Í ofanálag lenti hann í orðaskaki við rapparann Meek Mill sem endaði með því að þeir skiptust á lögum, þar sem þeir skiptust á að rakka hvor annan niður. Nánast öll heimsbyggðin var sammála um að Drake hefði haft betur í þeirri orustu, svo vægt sé til orða tekið, og má auðveldlega færa rök fyrir því að Kanadamaðurinn tróni nú á toppi rappheimsins.Tame Impala - CurrentsLof gagnrýnenda Sé gagnrýni erlendra miðla skoðuð sést að platan Currents, með Tame Impala, og platan To Pimp a Butterfly, með Kendrick Lamar, eru tvær af bestu plötum ársins. Ástralska sveitin Tame Impala heillaði mjög með sinni plötu og fékk góða dóma gagnrýnenda allra helstu tónlistarmiðla, þar á meðal fimm stjörnur frá The Guardian. Platan komst á toppinn í Ástralíu og í Hollandi, auk þess að komast ofarlega á lista á flestum stærstu mörkuðum heims í tónlist. Gagnrýnendur kepptust við að lofa lagahöfundinn Kevin Parker, sem þykir sýna ótrúlega breidd á plötunni.Kendrick Lamar - To Pimp A ButterflyTo Pimp A Butterfly þykir vera tímamótaverk í rappinu og er Kendrick Lamar að skipa sér á stall með bestu pólitísku röppurum sögunnar. Hann er til dæmis á toppi lista tónlistartímaritsins The Rolling Stone. Þar er plötunni lýst sem sjaldgæfu meistaraverki, sem grípi hlustendur bæði þegar horft er til tónlistar, tilfinninga og texta. Henni er lýst sem eins konar sálrænni meðferð fyrir hlustendur. Platan er einnig á toppnum á árslistum Complex, Billboard, Slant Magazine, Pitchfork og Vice. Með öðrum orðum; gagnrýnendur virðast sammála um að þarna sé á ferðinni einstakt tímamótaverk.Young Thug - Barter 6Kannski óvænt Vinsældir Young Thug koma kannski einhverjum á óvart, en platan Barter 6 þykir ákaflega vel heppnuð. Young Thug er einn af fjölmörgum röppurum frá Atlanta sem hafa látið að sér kveða að undanförnu. Hann er með einstakan stíl sem erfitt er að lýsa. Þessi stíll hefur hitt beint í mark hjá miklum fjölda og veitir innsýn í hugarheim Young Thug, sem er vægast sagt einstakur.Kanadíski hjartaknúsarinn The Weeknd, sem mætti kannski íslenska sem Hlgi, er í fimmta sæti listans.Kanadíski hjartaknúsarinn The Weeknd þótti minna á sjálfan Michael Jackson á plötunni Beauty Behind the Madness. Flestir eru sammála um að platan sé aðgengilegasta verk hans til þessa, mun poppaðri en fyrri plöturnar sem The Weeknd hefur sent frá sér. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á erlendum vettvangi var það rapptónlistin sem varð hlutskörpust í vali álitsgjafa Fréttablaðsins á plötum ársins. Sé miðað við innlendar plötur var talsvert meiri dreifing á atkvæðum álitsgjafa. Kannski eins og við var að búast. En þegar atkvæðin eru talin saman kemur í ljós að kanadíski rapparinn Drake stendur upp sem sigurvegari, með plötunni sinni If You’re Reading This It’s Too Late. Skammt á eftir koma svo ástralska rokksveitin Tame Impala, með plötuna Currents, og rapparinn Kendrick Lamar, sem gaf út plötuna To Pimp a Butterfly. Plöturnar voru jafnar í öðru til þriðja sæti. Í fjórða sæti er svo Young Thug, sem gaf út plötuna Barter 6 á árinu. Og í því fimmta kom annar Kanadamaður, RnB-stjarnan The Weeknd, sem heillaði marga með plötunni Beauty Behind the Madness.Drake - If You’re Reading This It’s Too LateÁrið hans Drakes Rapparinn Drake átti frábært ár. Um það verður ekki deilt. Reyndar varð talsverður rígur á milli hans og útgáfufyrirtækis hans til þess að If You’re Reading This It’s Too Late var hálfpartinn gefin út sem halasnælda (sem á ensku kallast „mixtape“). Slíkt er algengt í rappsenunni og nota menn þá oft grunna eftir aðra listamenn og eru snældurnar oft ekki jafn vel unnar og breiðskífur. En flestir gagnrýnendur eru sammála um að plata Drakes sé – einmitt – plata. En hún kom óvænt út á netinu í febrúar og fangaði strax hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Drake jafnaði met Bítlanna, frá 1964, með því að eiga fjórtán lög á Hot 100-lista Billboard, þar af voru tíu af þeim lögum á plötu hans. Drake varð því sögulega vinsæll á árinu. Í ofanálag lenti hann í orðaskaki við rapparann Meek Mill sem endaði með því að þeir skiptust á lögum, þar sem þeir skiptust á að rakka hvor annan niður. Nánast öll heimsbyggðin var sammála um að Drake hefði haft betur í þeirri orustu, svo vægt sé til orða tekið, og má auðveldlega færa rök fyrir því að Kanadamaðurinn tróni nú á toppi rappheimsins.Tame Impala - CurrentsLof gagnrýnenda Sé gagnrýni erlendra miðla skoðuð sést að platan Currents, með Tame Impala, og platan To Pimp a Butterfly, með Kendrick Lamar, eru tvær af bestu plötum ársins. Ástralska sveitin Tame Impala heillaði mjög með sinni plötu og fékk góða dóma gagnrýnenda allra helstu tónlistarmiðla, þar á meðal fimm stjörnur frá The Guardian. Platan komst á toppinn í Ástralíu og í Hollandi, auk þess að komast ofarlega á lista á flestum stærstu mörkuðum heims í tónlist. Gagnrýnendur kepptust við að lofa lagahöfundinn Kevin Parker, sem þykir sýna ótrúlega breidd á plötunni.Kendrick Lamar - To Pimp A ButterflyTo Pimp A Butterfly þykir vera tímamótaverk í rappinu og er Kendrick Lamar að skipa sér á stall með bestu pólitísku röppurum sögunnar. Hann er til dæmis á toppi lista tónlistartímaritsins The Rolling Stone. Þar er plötunni lýst sem sjaldgæfu meistaraverki, sem grípi hlustendur bæði þegar horft er til tónlistar, tilfinninga og texta. Henni er lýst sem eins konar sálrænni meðferð fyrir hlustendur. Platan er einnig á toppnum á árslistum Complex, Billboard, Slant Magazine, Pitchfork og Vice. Með öðrum orðum; gagnrýnendur virðast sammála um að þarna sé á ferðinni einstakt tímamótaverk.Young Thug - Barter 6Kannski óvænt Vinsældir Young Thug koma kannski einhverjum á óvart, en platan Barter 6 þykir ákaflega vel heppnuð. Young Thug er einn af fjölmörgum röppurum frá Atlanta sem hafa látið að sér kveða að undanförnu. Hann er með einstakan stíl sem erfitt er að lýsa. Þessi stíll hefur hitt beint í mark hjá miklum fjölda og veitir innsýn í hugarheim Young Thug, sem er vægast sagt einstakur.Kanadíski hjartaknúsarinn The Weeknd, sem mætti kannski íslenska sem Hlgi, er í fimmta sæti listans.Kanadíski hjartaknúsarinn The Weeknd þótti minna á sjálfan Michael Jackson á plötunni Beauty Behind the Madness. Flestir eru sammála um að platan sé aðgengilegasta verk hans til þessa, mun poppaðri en fyrri plöturnar sem The Weeknd hefur sent frá sér.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira