Viðskipti erlent

Telja að Yellen muni hækka stýrivexti aftur í mars

Sæunn Gísladóttir skrifar
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðun sína á miðvikudaginn.
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðun sína á miðvikudaginn. Vísir/EPA
Seðlabanki Bandaríkjanna mun hækka stýrivexti á ný á næstu þremur mánuðum. Þetta er álit hagfræðinga sem tóku þátt í könnun Reuters, tveir þriðju þeirra töldu að stýrivextir yrðu hækkaðir. Hins vegar töldu flestir að hækkunin yrði hægari en spár eru um á næsta ári.

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í nær áratug á miðvikudaginn. Vextirnir voru hækkaðir úr 0 til 0,25 prósent í 0,25 til 0,5 prósent. Janet Yellen, seðlabanakstjóri Bandaríkjanna, sagði að hækkanir í framtíðinni yrðu hægar. 

Samkvæmt könnuninni telja 77 af 120 viðmælendum að vextirnir verði hækkaðir aftur í mars. Allir nema tveir telja að það muni gerast á öðrum ársfjórðungi á næsta ári.


 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×