Franskar stúlkur í fangelsi: Fluttu inn tæpt kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 17:09 Fangaverðir fundu pakkningu af kókaíni undir dýnu annarrar stúlkunnar á Litla-Hrauni. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar. Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar.
Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31
Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06