Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 10:58 Kia Optima. Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þessir þættir eru td. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. „Á síðustu fimm árum hefur verið hert á prófunaraðferðum Euro NCAP með þeim afleiðingum að mun erfiðara er nú fyrir framleiðendur að ná hámarks útkomu í prófununum. Það er skýrt dæmi um staðfestu Kia á sviði öryggismála að enn á ný náum við toppeinkunn segir Benny Oeyen, aðstoðarforstjóri markaðs- og framleiðsluáætlunardeildar Kia Motors í Evrópu. Hinir nýju Kia Sportage og Kia Optima koma á markað hér á landi á næsta ári.Kia Sportage. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þessir þættir eru td. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. „Á síðustu fimm árum hefur verið hert á prófunaraðferðum Euro NCAP með þeim afleiðingum að mun erfiðara er nú fyrir framleiðendur að ná hámarks útkomu í prófununum. Það er skýrt dæmi um staðfestu Kia á sviði öryggismála að enn á ný náum við toppeinkunn segir Benny Oeyen, aðstoðarforstjóri markaðs- og framleiðsluáætlunardeildar Kia Motors í Evrópu. Hinir nýju Kia Sportage og Kia Optima koma á markað hér á landi á næsta ári.Kia Sportage.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent