Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2015 10:42 „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm „Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið. Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51