Hin litríku líparítfjöll í Kærleikskúlunni Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 12:30 Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona með Kærleikskúlu SLF þessi jólin. Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.
Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira