Venjulegur alþýðumaður í óvenjulegum aðstæðum Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 10:45 Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur hafði ákaflega gaman af því að skrásetja sögu Matthíasar Bergssonar. Visir/Stefán Óvenjulegt og ævintýralegt lífshlaup hefur ósjaldan ratað í ævisögur. Oftar en ekki er þó um að ræða frásögur þekktra stórmenna, karlanna sem skrifa söguna, en Munaðarleysinginn, örlagasaga Matthíasar Bergssonar, er ekki þannig saga. Matthías er alþýðumaður með þunga og erfiða æsku án baklands og móðurástar á sínum mótunarárum og það var meðal þess sem heillaði Sigmund Erni Rúnarsson sem skráði sögu Matthíasar.Matthías í herþjálfun fyrir Víetnam 1969.Móðurástin Sigmundur segist hafa frétt af þessum manni og ekki trúað hálfu af því sem hann hafi sagt. „Í raun ekki fyrr en hann leiddi okkur sjálfur í allan sannleika um hvernig ævi hann hefði lifað. Matthías kom hingað til lands fyrir þremur árum eftir fjörutíu og fimm ára rússíbanareið um allan heim, hafandi verið í Ástralíu, Japan, Havaí og um þver og endilöng Bandaríkin þar sem hann var meðal annars í bandaríska hernum og lenti í ótal ævintýrum. En það sem heillaði mig mest var þessi dramatíski hluti ævisögunnar. Þetta er eiginlega samfelldur óður til móðurástarinnar sem mér sýndist eftir að ég var búinn að skrifa bókina að sé kannski sterkasta kenndin í okkur. Ef maður tapar móður sinni á unga aldri þá reynir maður að finna hana í öllum konum sem verða á vegi manns. Það var raunin hjá Matthíasi því hann sá ekki mömmu sína í tíu ár, frá því var hann sjö til sautján ára, þessi mótunarár sem eru einhver viðkvæmasti aldur lífsins. Þannig að þessi bók er annars vegar gríðarleg dramatík og hins vegar ótrúlegt ævintýri. Og ég held að þessi bók standi undir nafni með að þarna sé Forrest Gump Íslands á ferð.Skipstjóri á humarveiðum við Havaí 1985.Einlægni og heiðarleiki Matthías var einhvern veginn alltaf á réttum stað á réttum tíma innan um frægasta fólkið. Og fylgir í raun mannkyns- og Íslandssögunni með fremur augljósum hætti. Hann jafnvel lendir í því þegar hann lendir í Keflavík, í eitt af þessum örfáu skiptum sem hann kom hingað á þessum útvistarárum, að eitt það fyrsta sem hann gerir eftir að hann er kominn út í bíl er að bílnum er ekið yfir á hægri akrein. Þannig að hann hitti á daginn þegar við vorum að breyta umferðinni. Þetta er á einhvern hátt alveg dæmigert fyrir kallinn. En svo þar sem mér þykir svo vænt um hann þá vil ég segja að þetta er þessi venjulegi alþýðumaður sem lenti svo oft í óvenjulegum aðstæðum. Það eru að mörgu leyti skemmtilegustu ævisögurnar sem eru að verða til í dag. Þessi hefðbundna viðtalsbók við fræga manninn er soldið að fjara út því við vitum orðið allt um þann mann sem heldur alltaf ákveðnum fronti að okkur. En svona fólk, það þarf ekki að halda neinum fronti að okkur, það bara opnar hjarta sitt og segir sína sögu.“ Sigmundur Ernir segir að það leyni sér ekki á viðtökunum að það sé í seinni tíð miklu meiri áhugi á alþýðufólki. „Ég tók sérstaklega eftir því eftir hrun haustið 2008 þegar ég sendi frá mér bókina um Magneu, algjörlega óþekkta konu. Þessi bók seldist í bílförmum því fólk var kannski búið að fá nóg af þessari upphafningu og stærilæti. Vildi bara kynnast venjulegu fólki og þráði einlægni og heiðarleika.“Matthías árið 2012, að byrja að fikra sig upp frá botninum í lífi sínu.Kvennasaga og æskuástin Sigmundur Ernir hefur á orði að það hafi verið sérstakt og skemmtilegt ferli að skrifa bókina um Matthías. „Hann býr á Patreksfirði þar sem hann komst til manns eftir að hann fann pabba sinn. Þannig að ég fór vestur og það var dásamlegt að vera þar í þeim fjallasal og svo tók ég mig til og fór til Bandaríkjanna til þess að skrifa því sagan gerist líka þar að miklu leyti. En það var bara svo gaman að skrifa þessa bók. Það er misjafnlega gaman að skrifa en þarna var maður bara sláandi sér á lær og skellihlæjandi við skriftirnar. Það er líka svo gaman að skrifa sögu venjulega fóksins. Það kemur mörgum á óvart að þetta er mikil kvennasaga, en ég hef verið talsvert í því síðustu ár að skrásetja sögur kvenna, en það er vegna þess að Matthías er alltaf að leita að mömmu sinni í öllum konum. Mér finnst mjög gaman að færa þann hluta Íslandssögunnar til bókar því sú saga sem mín kynslóð lærði var bara mynd af kalli með yfirvaraskegg og bindi og hann réð alveg rosalega miklu. En það hefur alltaf gleymst að skrifa stærsta hluta Íslandssögunnar sem er drifinn áfram af konum. Konum sem sáu um samfélagið, uppeldi kennslu og heimilin og voru límið í samfélaginu. Þannig finnst mér Íslandssagan kolvitlaust skráð. Þannig var það líka kona, æskuástin, sem dró Matthías aftur hingað heim. Málið var að rétt í þann mund sem hann fann mömmu sína úti í Bandaríkjunum þá er hann búinn að kynnast æskuástinni og verður að velja á milli æskuástarinnar og móðurástarinnar. Hann var búinn að leita svo lengi að móðurástinni að hann valdi hana. Fjörutíu og fimm árum seinna þegar hann er búinn að fara um hæstu hæðir og dimmustu dali, er illa farinn af læknadópi, drykkju og neyslu og dóttir hans búin að taka hann heim til sín og reyna að koma honum aftur til manns, þá dregur enn til tíðinda. Hann sér á Facebook, sem hann vissi ekki einu sinni að væri til, nafn Heiðu, konunnar sem hann hafði leitt um ástarlund fyrir tæplega hálfri öld. Þau byrja að tala saman og það kemur í ljós að hún er orðin ekkja og þau eru saman í dag. Þetta er magnað.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Óvenjulegt og ævintýralegt lífshlaup hefur ósjaldan ratað í ævisögur. Oftar en ekki er þó um að ræða frásögur þekktra stórmenna, karlanna sem skrifa söguna, en Munaðarleysinginn, örlagasaga Matthíasar Bergssonar, er ekki þannig saga. Matthías er alþýðumaður með þunga og erfiða æsku án baklands og móðurástar á sínum mótunarárum og það var meðal þess sem heillaði Sigmund Erni Rúnarsson sem skráði sögu Matthíasar.Matthías í herþjálfun fyrir Víetnam 1969.Móðurástin Sigmundur segist hafa frétt af þessum manni og ekki trúað hálfu af því sem hann hafi sagt. „Í raun ekki fyrr en hann leiddi okkur sjálfur í allan sannleika um hvernig ævi hann hefði lifað. Matthías kom hingað til lands fyrir þremur árum eftir fjörutíu og fimm ára rússíbanareið um allan heim, hafandi verið í Ástralíu, Japan, Havaí og um þver og endilöng Bandaríkin þar sem hann var meðal annars í bandaríska hernum og lenti í ótal ævintýrum. En það sem heillaði mig mest var þessi dramatíski hluti ævisögunnar. Þetta er eiginlega samfelldur óður til móðurástarinnar sem mér sýndist eftir að ég var búinn að skrifa bókina að sé kannski sterkasta kenndin í okkur. Ef maður tapar móður sinni á unga aldri þá reynir maður að finna hana í öllum konum sem verða á vegi manns. Það var raunin hjá Matthíasi því hann sá ekki mömmu sína í tíu ár, frá því var hann sjö til sautján ára, þessi mótunarár sem eru einhver viðkvæmasti aldur lífsins. Þannig að þessi bók er annars vegar gríðarleg dramatík og hins vegar ótrúlegt ævintýri. Og ég held að þessi bók standi undir nafni með að þarna sé Forrest Gump Íslands á ferð.Skipstjóri á humarveiðum við Havaí 1985.Einlægni og heiðarleiki Matthías var einhvern veginn alltaf á réttum stað á réttum tíma innan um frægasta fólkið. Og fylgir í raun mannkyns- og Íslandssögunni með fremur augljósum hætti. Hann jafnvel lendir í því þegar hann lendir í Keflavík, í eitt af þessum örfáu skiptum sem hann kom hingað á þessum útvistarárum, að eitt það fyrsta sem hann gerir eftir að hann er kominn út í bíl er að bílnum er ekið yfir á hægri akrein. Þannig að hann hitti á daginn þegar við vorum að breyta umferðinni. Þetta er á einhvern hátt alveg dæmigert fyrir kallinn. En svo þar sem mér þykir svo vænt um hann þá vil ég segja að þetta er þessi venjulegi alþýðumaður sem lenti svo oft í óvenjulegum aðstæðum. Það eru að mörgu leyti skemmtilegustu ævisögurnar sem eru að verða til í dag. Þessi hefðbundna viðtalsbók við fræga manninn er soldið að fjara út því við vitum orðið allt um þann mann sem heldur alltaf ákveðnum fronti að okkur. En svona fólk, það þarf ekki að halda neinum fronti að okkur, það bara opnar hjarta sitt og segir sína sögu.“ Sigmundur Ernir segir að það leyni sér ekki á viðtökunum að það sé í seinni tíð miklu meiri áhugi á alþýðufólki. „Ég tók sérstaklega eftir því eftir hrun haustið 2008 þegar ég sendi frá mér bókina um Magneu, algjörlega óþekkta konu. Þessi bók seldist í bílförmum því fólk var kannski búið að fá nóg af þessari upphafningu og stærilæti. Vildi bara kynnast venjulegu fólki og þráði einlægni og heiðarleika.“Matthías árið 2012, að byrja að fikra sig upp frá botninum í lífi sínu.Kvennasaga og æskuástin Sigmundur Ernir hefur á orði að það hafi verið sérstakt og skemmtilegt ferli að skrifa bókina um Matthías. „Hann býr á Patreksfirði þar sem hann komst til manns eftir að hann fann pabba sinn. Þannig að ég fór vestur og það var dásamlegt að vera þar í þeim fjallasal og svo tók ég mig til og fór til Bandaríkjanna til þess að skrifa því sagan gerist líka þar að miklu leyti. En það var bara svo gaman að skrifa þessa bók. Það er misjafnlega gaman að skrifa en þarna var maður bara sláandi sér á lær og skellihlæjandi við skriftirnar. Það er líka svo gaman að skrifa sögu venjulega fóksins. Það kemur mörgum á óvart að þetta er mikil kvennasaga, en ég hef verið talsvert í því síðustu ár að skrásetja sögur kvenna, en það er vegna þess að Matthías er alltaf að leita að mömmu sinni í öllum konum. Mér finnst mjög gaman að færa þann hluta Íslandssögunnar til bókar því sú saga sem mín kynslóð lærði var bara mynd af kalli með yfirvaraskegg og bindi og hann réð alveg rosalega miklu. En það hefur alltaf gleymst að skrifa stærsta hluta Íslandssögunnar sem er drifinn áfram af konum. Konum sem sáu um samfélagið, uppeldi kennslu og heimilin og voru límið í samfélaginu. Þannig finnst mér Íslandssagan kolvitlaust skráð. Þannig var það líka kona, æskuástin, sem dró Matthías aftur hingað heim. Málið var að rétt í þann mund sem hann fann mömmu sína úti í Bandaríkjunum þá er hann búinn að kynnast æskuástinni og verður að velja á milli æskuástarinnar og móðurástarinnar. Hann var búinn að leita svo lengi að móðurástinni að hann valdi hana. Fjörutíu og fimm árum seinna þegar hann er búinn að fara um hæstu hæðir og dimmustu dali, er illa farinn af læknadópi, drykkju og neyslu og dóttir hans búin að taka hann heim til sín og reyna að koma honum aftur til manns, þá dregur enn til tíðinda. Hann sér á Facebook, sem hann vissi ekki einu sinni að væri til, nafn Heiðu, konunnar sem hann hafði leitt um ástarlund fyrir tæplega hálfri öld. Þau byrja að tala saman og það kemur í ljós að hún er orðin ekkja og þau eru saman í dag. Þetta er magnað.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira