Nýir Honda HR-V og Jazz fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 14:14 Honda HR-V árgerð 2016. Nýr HRV og Jazz eru nýjustu bílar Honda og þeir hafa nú þegar fengið öryggiseinkun frá óháðum prófunaraðila Euro NCAP. Nýjar og strangari prófunarreglur voru settar fyrir árið 2015 og náðu bæði módelin fullu húsi eða 5 stjörnum og endurspeglar það áherslur Honda á alhliða öryggi bíla þeirra. Fimm stjörnu einkunn Honda Jazz þýðir að hann er annar tveggja bíla í sínum flokki sem fær 5 stjörnur það sem af er árinu 2015. Bæði HRV og Jazz eru búnir borgarbremsubúnaði (City Brake Active System) sem staðalbúnað í öllum útfærslum. Búnaðurinn notar laser tækni til að skanna veginn framundan og breytir sjálfkrafa hemlun ef árekstur á hægum hraða er yfirvofandi. Bæði mið- og topp útfærslur í báðum gerðunum eru búnar fullkomnu aðstoðarkerfi ökumanns eða ADAS. Kerfið innifelur snjallhraðastilli, akreinaviðvörun, virkt borgarbremsukerfi, umferðarmerkjagreini og háljósastuðning. Nýir HRV og Jazz feta í fótspor annara 5-stjörnu bíla frá Honda, þar á meðal Civic og CR-V. Euro NCAP horfir til alhliða öryggis bílanna og gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta þeirra. Þessir þættir eru t.d. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis- og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Að sögn Bernhard, söluumboðs Honda bíla á Íslandi, verða bæði Honda HR-V og Honda Jazz frumsýndir fyrri hluta árs 2016.Honda Jazz árgerð 2016. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Nýr HRV og Jazz eru nýjustu bílar Honda og þeir hafa nú þegar fengið öryggiseinkun frá óháðum prófunaraðila Euro NCAP. Nýjar og strangari prófunarreglur voru settar fyrir árið 2015 og náðu bæði módelin fullu húsi eða 5 stjörnum og endurspeglar það áherslur Honda á alhliða öryggi bíla þeirra. Fimm stjörnu einkunn Honda Jazz þýðir að hann er annar tveggja bíla í sínum flokki sem fær 5 stjörnur það sem af er árinu 2015. Bæði HRV og Jazz eru búnir borgarbremsubúnaði (City Brake Active System) sem staðalbúnað í öllum útfærslum. Búnaðurinn notar laser tækni til að skanna veginn framundan og breytir sjálfkrafa hemlun ef árekstur á hægum hraða er yfirvofandi. Bæði mið- og topp útfærslur í báðum gerðunum eru búnar fullkomnu aðstoðarkerfi ökumanns eða ADAS. Kerfið innifelur snjallhraðastilli, akreinaviðvörun, virkt borgarbremsukerfi, umferðarmerkjagreini og háljósastuðning. Nýir HRV og Jazz feta í fótspor annara 5-stjörnu bíla frá Honda, þar á meðal Civic og CR-V. Euro NCAP horfir til alhliða öryggis bílanna og gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta þeirra. Þessir þættir eru t.d. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis- og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Að sögn Bernhard, söluumboðs Honda bíla á Íslandi, verða bæði Honda HR-V og Honda Jazz frumsýndir fyrri hluta árs 2016.Honda Jazz árgerð 2016.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent