Bílasala í Evrópu jókst um 14% í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 11:26 Sala bíla í Evrópu var 1,12 milljónir í nóvember. reuters Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent
Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent